Föstudagur 26. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Miðill hjálpaði Þórunni að finna týnd gleraugu: „Þetta er bara yfirnáttúrulegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sonur Þórunnar Ólafsdóttur frá Ölfusi, týndi rándýrum sérsmíðuðum gleraugum sínum árið 1994 en hann hafði verið að leika sér með frænku sinni. Eftir ítarlega en árangurslausa leit að gleraugunum ákvað Þórunn að leita á náðir miðils.

Þórunn hafði séð Njál Torfason miðil í viðtali í blaði og fengið þá flugu í höfuðið að prufa að hringja í hann og biðja hann um hjálp við að finna gleraugun. Sagðist Njáll vera upptekinn en að hann skyldi hringja síðar. Sem hann og gerði en í símtalinu gerði miðillinn sér lítið fyrir og lýsti eldhúsi Þórunnar og íbúð foreldra hennar sem bjuggu í næsta húsi. Benti Njáll svo Þórunni á mögulegan felustað gleraugnanna og viti menn, þar fundust þau!

Þórunn með gleraugun þar sem þau fundust

Hér má lesa frétt DV um málið á sínum tíma:

Reynslusaga konu í Ölfusi: Miðill fann týnd gleraugu barns

„Þetta er alveg ótrúlegt. Ég skil þetta ekki. Ég þekki ekki manninn og hann ekki mig. Ég leyfi mér að fullyrða að hann hefur ekki komið hingað áður. Þetta er bara yfirnáttúrulegt,“ segir Þórhildur Ólafsdóttir, sem býr að Hrauni í Ölfusi. Þórhildur upplifði fyrir nokkrum dögum eitt það furðulegasta sem fyrir hana hefur komið að eigin sögn. Það var föstudaginn 13. maí sem sonur Þórunnar var að leika sér ásamt frænku sinni. Sonur hennar notar sterk, sérsmíðuð gleraugu og hafði verið með þau í hulstri þegar hann var að leika sér. Þegar hann kom heim til sín umræddan dag kom í ljós að hann hafði týnt þessu. Móðir hans og fleiri gerðu dauðaleit að gleraugunum þar sem ljóst er að þau eru dýr og langan tíma tekur að framleiða þau. Leitað var úti og inni í á þriðju viku en án árangurs. Meðal annars leitaði Þórunn í læk sem frændsystkinin voru að leika sér í. „Það var búið að snúa öllu við en ekkert gekk. Síðan var ég að lesa eitthvert blað og sá þar viðtal við Njál Torfason og datt í huga að hringja í hann og hugsaði með mér að það gerði þá ekkert til. Það tekur svo langan tíma að smíða þessi gleraugu og fá þau afhent. Ég hringdi því í manninn og hann sagðist ekki hafa tíma til að sinna mér núna en tók niöur númerið og sagðist hafa samband seinna. Svo hringdi hann nokkrum dögum seinna og byrjaði að lýsa eldhúsinu sem er alveg ótrúlegt. Síðan byrjar hann að lýsa heimili foreldra minna sem búa í næsta húsi. Þar er eitt herbergi með ofni og glugga yfir sem hann lýsir. Hann talaði mikið um gluggann og sagði mér að athuga hvort þetta væri ekki bara bak við ofninn eða undir dívaninum. Ég kvaddi hann og dóttir mín og ég fórum beint til foreldra minna og byrjuðum að leita í herberginu. Og viti menn, þar liggur gleraugnahulstrið og gleraugun í,“ segir Þórhildur.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -