Föstudagur 3. maí, 2024
5.1 C
Reykjavik

Misheppnaðir þjófar reyndu að brjóta upp sjálfsafgreiðsluvél: Blekaður aðili hótaði að stinga annan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ölvun og slagsmál eru orð næturinnar. Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt dagbók hennar.

Rétt fyrir eitt í nótt var tilkynnt um mann í miðbæ Reykjavíkur sem hafði verið að hrækja á dyraverði. Þegar lögreglu bar að neitaði hann að segja til nafns og lét öllum illum látum. Var hann vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann.

Á svipuðum tíma barst lögreglu tilkynning um blóðugan mann á gangi í vesturbæ Reykjavíkur en maðurinn var farinn þegar lögreglan kom á vettvang. Klukkan 3:14 barst tilkynning um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðborginni. Lögreglan mætti á vettvang og verður vitni að áframhaldandi líkamsárás sem varð til þess að tveir aðilar voru handteknir og gista nú fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Pöddufullur einstaklingur hótaði að stinga annan vegna deilna þeirra á milli en lögreglan fékk tilkynningu um málið klukkan 3:19. Reyndist maðurinn óvopnaður en sótölvaðu og ekki líklegur til ofbeldis. Málið er í rannsókn.

Laust eftir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um ölvaðan mann sem var að reyna að komast inn í byggingar í miðbæ Reykjavíkur, líklega í leit að skjóli. Var maðurinn fluttur á lögreglustöð eftir að í ljós kemur að maðurinn er of ölvaður til að sýsla með sín mál. Lögreglan bauð honum gistingu í fangageymslu sem hann þáði með þökkum.

Á svipuðum tíma réðust nokkrir aðilar á einn í miðborginni en árásarþoli var ekki mikið slasaður. Lögreglan leitar nú að árásaraðilunum og er með málið í rannsókn.

- Auglýsing -

Rétt eftir klukkan fimm var ökumaður stoppaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Í ljós kom að ökumaðurinn hafði aldrei orðið sér úti um ökuréttindi. Var honum sleppt eftir hefðbundið ferli.

Lögreglunni sem annast Garðabæ og Hafnarfjörð barst tilkynning kortér yfir eitt í nótt um aðila sem reyndu að komast inn í sjálfsafgreiðsluvél á bensínsstöð en þjófarnir fóru tómhentir af vettvangi þar sem þeim tókst ekki að brjóta upp vélina.

Nokkuð var um að lögreglan hafi stöðvað ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum á öðrum svæðum höfuðborgarsvæðisins.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -