Þriðjudagur 3. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Móðirin Edda Björk á flótta: „Mér líður oft eins og ég sé að berjast við vindmyllur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær lýsti lögreglan eftir Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Þá var sérstaklega bent á að aðstoð við aðila að komast undan handtöku með því að hjálpa, aðstoða við flótta eða tilgreina rangt um aðsetur varði allt að árs fangelsisvist.

Í yfirýsingunni stóð: „Biður lögregla þau sem kunna að hafa upplýsingar um hvar hana er að finna að hafa samband í síma 112. Upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected].“

Í kjölfarið birti Edda Björk Arnardóttir yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hún segir: „

Ég hef aldrei ætlað mér að komast undan réttvísinni og hef alltaf ætlað að mæta fyrir rétt í Noregi.
Síðastliðið sumar var gefin út handtökubeiðni á mig í Noregi. Forsendur hennar eru sagðar þær að ég hafi ekki brugðist við fyrirkalli til að mæta í réttarhöld yfir mér þann 9. og 10. ágúst síðastliðinn. Þann 28. júlí eða 12 dögum FYRIR áætlaða aðalmeðferð var óskað eftir því að ég yrði handtekin og framseld.“

Móðir á flótta

Í mars í fyrra leigði Edda Björk flugvél til að fljúga sonum hennar heim til Íslands frá Noregi þar sem faðir þeirra býr. Hafa þeir búið síðan með móður sinni og systrum á heimili sambýlismanns Eddu.
Málið leitaði í dómsstóla og Landréttur staðfesti útskurð Hérðsdóms. Synirnir skyldu úr umsjá móður aftur til föðurs þeirra í Noregi.
Í október síðastliðnum voru Edda og sambýlismaður hennar handtekin eftir þriggja klukkustunda aðgerð lögreglunnar að heimili þeirra. Sýslumaður hafði þá gefið út aðfaraaðgerð og flytja átti drengina frá móður þeirra aftur til föðurs í Noregi.
Edda hefur kært niðurstöðu Landsréttar til Mannréttindadómstól Evrópu.

Ályktun Eddu Bjarkar

„Ekkert í gögnum frá Noregi sýnir að ég hafi ekki ætlað að mæta fyrir dóm,“ segir í yfirlýsingu Eddu og jafnframt að engar haldbærar ástæður séu fyrir handtökuskipan hennar. Edda Björk segir að hún sé ekki tilbúin til að gefa sig fram til handtöku og að hún hafi fengið það staðfest frá lögmanni sínum í Noregi að ekki sé komin dagsetning á fyrirhuguð réttarhöld:

„Mín ályktun er einnig að íslensk yfirvöld vilji leysa þetta sem fyrst og helst í skjóli nætur því ég er með svo mikið vesen. Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms rétt fyrir klukkan 17 á föstudegi. Við áttum von á úrskurði á miðvikudegi eða í síðasta lagi á fimmtudegi. Klukkan 20 á föstudagskvöld var lögreglan mætt með leitarheimild á heimili mitt. Fyrir tilviljun var ég ekki heima. Ástæða þess að ég hef ekki gefið mig fram er sú að ég vil að íslensk yfirvöld gæti meðalhófs í afhendingu minni. Ég vil að ég sem íslenskur ríkisborgari njóti vafans þegar kemur að óljósum framsalsbeiðnum sem engin gögn styðja og eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. En mér líður oft eins og ég sé að berjast við vindmyllur. Og íslensk yfirvöld ætla enn einu sinni að beygja sig fyrir konunginum.“

Hér má sjá yfirlýsingu Eddu Bjarkar Arnardóttur í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -