Þriðjudagur 15. október, 2024
6.7 C
Reykjavik

Myndaði furðuljós á himni: „Hvað í ósköpunum var ég að sjá?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rúnar Freyr Júlíusson, leiðsögumaður hjá Geo Travel. náði mögnuðum ljósmyndum af furðuljósi á himnum í gærkvöldi.

Leiðsögumaðurinn Rúnar Freyr Júlíusson rak augun í stórfurðuleg ljós á himni nærri Mývatni, þar sem hann var að stíga úr út bíl sínum eftir norðurljósaskoðun.

Skiljanlega vissi Rúnar Freyr ekkert hvað hann sá.
Ljósmynd: Rúnar Freyr Júlíusson

„Hvað í ósköpunum var ég að sjá?“ skrifaði Rúnar Freyr inni á Facebook-grúppuna Norðurljósavaktin og birti þrjár ljósmyndir af furðuljósum á himni. Og hélt áfram:

„Myndir teknar á 3ja og 10 sekúndna shutter klukkan 01:03 í Mývatnssveit. Var bjart og grænn blær á þessu með berum augum. Leit í raun út eins og spírall af norðurljósum. Hvarf á bakvið sjóndeildarhringinn til Norðausturs.“

Stórkostleg sýn.
Ljósmynd: Rúnar Freyr Júlíusson

Svarið er annað en margir hefðu haldið því ekki náðust þarna ljósmyndir af geimverum, heldur af eldflaug SpaceX geimflaugafyrir Elon Musk, sem var að losa eldsneyti. Sævar Helgi Björnsson, eða Stjörnu-Sævar eins og hann er oftast kallaður, birti ljósmyndir Rúnars Freys á Facebook-grúppuna Stjörnufræðivefurinn og útskýringu á fyrirbærinu:

„Hvað í veröldinni er þetta? Falcon 9 eldflaug SpaceX að losa eldsneyti.
Í gærkvöld (4. mars) kl 22:05 að íslenskum tíma, skaut SpaceX á loft Falcon 9 eldflaug frá Vandenberg í Kaliforníu. Með í för voru 52 gervitungl, flest af Starlink gerð. Sporbrautin hallaði 97 gráður sem þýðir að flaugin var á pólbraut sem lá yfir Íslandi.
Skömmu eftir miðnætti hóf Falcon 9 að losa sig við eldsneyti. Það sást vel á himni frá Íslandi og náði Rúnar Freyr Júlíusson, leiðsögumaður hjá Geo Travel í Mývatnssveit myndum af því. Var hann þá staddur við bæinn Hellu klukkan 01:03. Horft er í norðaustur sem stemmir við sporbraut Falcon 9.

Þegar eldsneytið er losað var eldflaugin í um 500 km hæð yfir Jörðinni. Nógu hátt til þess að sólin nái að lýsa eldsneytið upp og sömuleiðis nógu hátt til þess að það hafi engin markverð áhrif á andrúmsloftið okkar. Útfjólbuláa ljósið frá sólinni brýtur eldsneytið á endanum niður. Eldflaugin snýst svo spíralmynstur birtist.“

- Auglýsing -

Þá vitum við það!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -