Þriðjudagur 23. apríl, 2024
11.1 C
Reykjavik

Myrti unnustu sína á hrottalegan hátt: „Hann fannst særður í bíl sínum í grennd við Rauðhóla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Harmleikur átti sér stað á Rauðhólum þann 16.ágúst árið 1977 þegar Einar Hjörtur varð unnustu sinni að bana og reyndi í kjölfarið að taka eigið líf. Einar skaut unnustu sína tvisvar í gegnum höfuðið og einu sinni í gegnum hálsinn.

Byssan sem notuð var, var stuttur rússneskur riffill. Að sögn Arnar Höskuldssonar er rannsókn máls þessa á algjöru frumstigi. Hafði ekki náðst til aðstandenda unga fólksins laust fyrir miðnætti í gær og ekki var lokið við að yfirheyra vitni, m.a. þá er fyrst komu að bifreiðinni. Þar af leiðandi, er ekki hægt að skýra frá nánari tildrögum þessa hörmulega atburðar að svo stödd,“ sagði í frétt Tímans eftir morðið.

Eftir skotárásinu, skar Einar sig á úlnlið hægri handar og skaut sig rétt fyrir neðan hjartað. Hann hitti þó ekki og fór skotið í gegnum Einar, hann lést ekki. Vegferendur reyndu að stöðva blæðingu frá úlnlið hans á meðan beðið var eftir sjúkrabíl.

Tildrög þessa hörmulega máls eru þau, að þegar klukkan var tuttugu minútur gengin í sex í gærdag, kom fólk er leið átti um Ráuðhóla að bifreið með sænsku númeri. Stóð bifreiðin i rimlahliðinu sem þarna er, rétt til hliðar í þvi, þannig að aðrar bifreiðar hefðu komist framhjá. Eins og kemur fram i annarri frétt hér siðunni, sá þetta fólk þegar í stað hvers kyns var og var kallað á lögreglu og sjúkralið

Bæði fórnalambið og gerandinn voru aðeins 22 ára gömul. Einar játaði á sig morðið og sagðist hafa verið vel meðvitaður um hvað hann væri að gera og hversu mikill skaði þessi árás myndi valda. Hann var dæmdur til 16 ára fangelsis en árið 1979 mildaði hæstiréttur dóminn í 14 ár. Einar lét lífið stuttu eftir seinni dóminn.

„Ungur maður skaut unn-ustu sína til bana síðdegis í gær i námunda við Reykjavík og gerði síðan tilraun til að svipta sjálfan sig lifi, en sú tilraun mistókst. Hann fannst særður í bíl sínum í grennd við Rauðhóla og unnusta hans látin við hlið hans. Hún hafði verið skorin nokkrum riffilskotum og hafði hann auk þess skotið sjálfan sig í brjóstið vinstra megin og gert tilraun til að skera á siagæð. Maðurinn liggur nú á gjörgæsludeild Borgarspítalans en er ekki í lífshættu,“ stóð í forsíðufrétt Vísis, daginn eftir morðið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -