Föstudagur 14. júní, 2024
11.8 C
Reykjavik

Nágrannar höfðu áhyggjur lengi: „Við vitum að það býr fólk þarna sem er bæði veikt og sára­fá­tækt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við erum búin að hafa á­hyggjur í tölu­verðan tíma,’’ sagði Kristjana Guðbrandsdóttir, sviðs­stjóri prent-og miðlunar­sviðs hjá út­gáfu­fé­laginu Iðunni, í samtali við Fréttablaðið í morgun eftir að eldur kom upp í næsta húsi við útgáfufélagið. ,,Við vitum að það býr fólk þarna sem er bæði veikt og sára­fá­tækt, á ekkert skjól og okkur hefur fundist þetta vera ó­tryggar að­stæður sem þetta fólk býr við,“ sagði Kristjana en Mannlíf fjallaði um brunann við Vatnagarða í morgun.

Mynd:LG

Aðspurð hvort hún viti til þess að áhyggjur af brunavörnum hafi skilað sér til yfirvalda segist hún halda það. ,,Ég er nokkuð viss um að það hafi verið haft sam­band við slökkvi­stjóra höfuð­borgar­svæðisins og hann látinn vita, en ég veit ekki hvort það sé langt síðan, hvort það sé stutt eða ekki.“
Líkt og Mannlíf greindi frá voru í hið minnsta fimm fluttir á sjúkrahús í kjölfar brunans. Í húsinu er áfangaheimili og voru eldsupptök í einu herbergjanna á annarri hæð. Ekki er vitað um ástand þeirra sem fluttir voru á sjúkrahús að svo stöddu en talið er að nokkrir hafi fengið reykeitrun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -