Fimmtudagur 2. maí, 2024
8.1 C
Reykjavik

Nýfæddur drengur bitinn af rottu í Garðinum: „Þegar ég tek hann inn sé ég storknað blóð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lengi hefur tíðkast hér á landi að láta ungabörn sofa úti í vagni. Upphaflega var ástæða útisvefns þröng húsakynni og plássleysi. Reynsla íslendinga er sú að yfirleytt sofi börn betur úti og hefur sú hefð haldist vel. Sumarið 1984 varð nýbökuð móðir í Garðinum fyrir óhugnalegri reynslu þegar 18 daga gamall sonur hennar var bitinn af rottu þar sem hann svaf í vagni.

Nýbökuð móðir í Garðinum, Guðrún Sveinbjanardóttir, varð fyrir heldur ónotalegri reynslu á dögunum, nánar tiltekið á föstudaginn fyrir rúmri viku. Hún hafði lagt 18 daga gamlan son sinn til svefns vagni fyrir utan heimili sitt er hún heyrði hann skyndilega orga hátt,“ sagði í frétt DV

Ég fór út til hans en sá þá stóra rottu hlaupa af stéttinni og brá mjög. Ég tók strákinn inn og datt ekki í hug að neitt hefði gerst. Ég setti hann svo út aftur ,“ sagði móðirin. Þegar kom að því að fara með barnið aftur inn tók Guðrún eftir því að ekki væri allt með felldu.

„Þegar ég tek hann inn, sé ég storknað blóð á efri vörinni og tvö sár eftir tennur, annað dálítið djúpt. Ég varð mjög hrædd og rauk strax með strákinn á heilsugæslustöðina. Þar var sárið hreinsað upp og hann fékk svo meðal. Það var óskemmtilegt að lenda þessu en sem betur fer varð honum ekki meint af bitinu og sárið er gróa.”

Í fréttinni er tekið fram að barnið hafi verið klætt í góðan útigalla, það hafi komið í veg fyrir að rottan hafi náð að ráðast á barkann á barninu
Á þessum árum var ekki mikið um rottur í Garðinum en Guðrún setti sig í samband við fagaðila þar sem hún óttaðist að um væri að ræða faraldur. „Ég hafði samband við meindýraeyði og spurði hann hvort hér væri einhver rottufaraldur en hann sagði að það hefði alls ekki verið mikið um þær í Garðinum, en meira í Keflavík og Njarðvík,” sagði Guðrún.

Eins og áður kom fram varð barninu ekki meint af þessari furðulegu og ónotalegu reynslu og var tekið fram í blaði DV að sárin greru vel.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -