Laugardagur 18. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Ólafur Ragnar er hundamaður: „Samson er nákvæm eftirlíking af Sámi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Já, það er nú eiginlega á ábyrgð Dorritar,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, í viðtali við Mannlíf um það hvern ig atvikaðist að hann og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, fengu á sínum tímum hundinn Sám.

„Auðvitað hefur það hjálpað til þegar Sámur kom inn í okkar tilveru þegar við vorum á Bessastöðum og svo Samson vegna þess að hann fylgir mér alltaf á morgnana. Svo er það líka hvatning síðdegis að fara kannski með hann aftur. Áður en þeir komu til sögunnar, Sámur og svo Samson, þá fór ég kannski ekki í göngur seinni partinn líka. En nú hafa þær bæst við. Þannig að stundum geng ég sex til átta kílómetra á dag samtals.“

Fyrst kom Sámur. Og svo kom Samson, sem var klónaður. Það er mjög merkilegt.

„Já, það er í senn mjög merkilegt en líka vekur það spurningar um að læknavísindin séu komin svo langt á leið að það sé hægt að taka smáhúð og senda hana út til Texas. Svo er hún meðhöndluð þar í einhverri tilraunastofu og svo fæðist Samson sem er nákvæm eftirlíking af Sámi. En auðvitað er þetta árangur læknavísindanna og líffræðivísindanna sem við njótum á öðru sviði. En þetta vekur líka spurningar um hvernig við förum með þetta vald. Það hefur líka verið fróðlegt að sjá þessi eðliseinkenni Samsons sem við þekktum vel úr Sámi. Þá er ég ekki bara að tala um útlitið. Ég er að tala um eðliseinkenni. Og það vekur í okkar huga spurningar um hvað erfist með erfðaefninu. Er það bara útlitið eða eru það líka áunnir eiginleikar? Og vísindin segja að það séu ekki áunnir eiginleikar en þegar maður hefur kynnst annars vegar Sámi og svo Samson þá vekur það upp spurningar,“ segir hann Vðtalið má lesa í heild sinni í helgarblaði Mannlífs

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -