Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Ómar Ragnarsson um vandamálið með rafbíla: „Þetta kallar á það að forgangsraða innviðauppbyggingu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ómar Ragnarsson segir að stytta þurfi áfangana fyrir rafmagnsbílana og auka fjölbreytnina í hraðhleðslu.

Ómar Ragnarsson, skemmtikraftur og fyrrum fjölmiðlamaður heldur úti blogg-síðu en þar skrifar hann daglega færslur um hitt og þetta sem viðkemur Íslandi á einn eða annan hátt. Í nýlegri færslu spáir hann í rafbíla hér við land og hvað þurfi að gera svo vel megi una í þeim málum. Segir hann mikinn stærðar- og verðmun vera á milli öflugustu rafbílanna og þeirra ódýrustu.

„Það er gríðarlegur stærðarmunur og verðmunur á milli öflugustu rafbílanna og þeirra ódýrustu og sparneytnustu.

Landslag og byggðadreifing hamlar líka rafbílanotkuninni á vissum svæðum, svo sem á Vestfjörðum og á svæðinu frá Mývatni austur á Egilsstaði.

Á síðastnefnda svæðinu hamlar bæði leiðarinnar yfir sjó og langir áfangar.

Ódýrustu rafbílarnir þurfa meiri lagni við aksturinn og val hleðslustöðva en dýrari bílar.

- Auglýsing -

Meira að segja eru í framleiðslu rafbílar, sem ekki hafa búnað fyrir annað en hleðslu úr almenna kerfinu af því að það er svo dýrt að bjóða bílinn með hraðhleðslubúnaði.“

Telur Ómar að þeir bílar sem kosta innan við 3. milljónir nýjir, nýtist til styttri ferða eða innan svæðis með nokkurra tuga kílómetra radíus.

„Slíkir bílar, sem kosta nýir innan við 3 milljónir, nýtast því fyrst og fremst til nota innan svæðis með nokkura tuga kílómetra radíus, kannski hámark við Borgarnes, Hveragerði, Reykjanesbæ og Selfoss.“

- Auglýsing -

Að lokum kemur Ómar að kjarna vandans og kallar eftir forgangsröðun innviðauppbyggingar.

„Þyngd rafhlaðnanna og takmörk í innviðakerfi rafhleðslustöðva er helsta vandamál rafbíla.

Ríflega 90 kílóvattstunda rafhlöður vega 600 kíló og þar liggja viss mörk.

Þetta kallar á það að forgangsraða innviðauppbyggingu framar öllu öðru.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -