Föstudagur 14. júní, 2024
11.8 C
Reykjavik

Opnuðu Hopp Italia í Como-borg: Ég trúi því eindregið að Hopp Italia geti breytt hugarfari Ítala

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðasta haust, í september nánar tiltekið, byrjaði Hopp Italia, sem er sérleyfishafi frá hinu íslenska fyrirtæki Hopp, að bjóða upp á rafskutlur í ítölsku borginni Como. Viðtökurnar hafa verið frábærar að sögn eiganda Hopp Italia, Fannars Eðvarðssyni.

Getur Ísland verið fyrirmynd Evrópu hvað varðar orkuskipti og sjálfbæran hreyfanleika? Svarið virðist vera jákvætt. Hopp Italia hefur nú tekið til starfa í fyrsta skipti á Ítalíu og hefur valið borgina Como og fegurð vatnsins, til að deila nýjum sjálfbærum lífsstíl: Hopp rafhjól hafa verið notaðar af ferðamönnum sem og heimamönnum í borginni Como síðan í september á síðasta ári. Fjöldi fjölmiðlar á Ítalíu eru farnir að tala um þetta íslenska fyrirtæki og er mikil forvitni og áhugi á þessu nýja framtaki. Að sögn eigenda er markmið Hopp Italia að kynna nýjan sjálfbæran lífsstíl á Ítalíu og gera Ítölum kleift að hætta að nota bílinn, mótorhjólið eða hvaða bensín- eða dísildrifna faratæki sem er og byrja að ferðast um á rafvespum. Að sögn eigenda fyrirtækisins, hyggst Hopp Italia skapa öflugt samstarf við litlar ítalskar borgir með þróun og vöxt til langs tíma í huga, með því að koma fyrirtækjum og einstaklingum inn í þetta frábæra verkefni svo hægt verði að skapa nýjan lífsstíl sem er umhverfisvænn og hagkvæmur. Til þess er Hopp Italia í samstarfi við De Stefano Bilar ehf, en eigandi þess, Lara de Stefano er ítalskur ríkisborgari fædd og uppalin í Como.

Lara de Stefano segir þetta um Hopp Italia: „Þegar ég kom til Íslands árið 2019 kom það mér á óvart hversu margir notuðu rafmagnsvespur í Reykjavík og ég hélt alltaf að ef Hopp væri líka á Ítalíu og Como, hversu mörg vandamál yrðu leyst. Á Ítalíu eigum við enn langt í land hvað varðar markmið orkuskiptanna með umskipti frá bensín- og dísilbílum yfir í raf- eða jarðgasbíla. Við höfum burðina en ekki menninguna og ég tel að það sé mjög stefnumótandi að byrja á frumkvöðlahugmyndum eins og Hopp til að byrja að breyta sýn og kynna ný gildi. Ítalir eru sérstakt fólk: þegar þeir sjá að þeim líkar við eitthvað, að það er þægilegt, einfalt, smart og gáfulegt, þá byrja þeir að breytast og koma því inn í lífsstíl sinn. Ég trúi því eindregið að Hopp Italia geti breytt hugarfari Ítala því þeir geta byrjað að kynnast rafmagnsvespum á skemmtilegan og einfaldan hátt. Ég er viss um að Hopp verði bráðum nýr ítalskur lífstíll.“

Mannlíf heyrði einnig í Fannari Eðvarðssyni, eiganda Hopp Italia og spurði hann af hverju Ítalía hafi orðið fyrir valinu en áður hafði hann verið sérleyfishafi Hopp í bæjum eins og Akureyri, Höfn og Egilsstaði. „Ég og kona mín og bróðir hennar byrjuðum þetta á Ítalíu en það var þannig að móðir þeirra heitin, hún elskaði Ítalíu og fór með okkur til Ítalíu og fór margoft með þeim þangað. Þannig að það er svolítið ítalskt í hjartanu þeirra. Við erum samt ekkert að borða lasagna og pasta í hvert mál,“ sagði Fannar og hló. „Við sáum hvað var að ganga vel á Höfn, fyrst það gekk vel þar, í svo litlum bæ, þá hugsuðum við bara „getum við farið til Ítalíu?“.“ Como-borg hentar að sögn Fannars afar vel fyrir rafskutlur. „Como-svæðið hefur upp á svo margt að bjóða, geggjað veður og fullt af túristum sem fara þar í gegn og þarna er sléttlendi og þægilegt fyrir hjólin. Og löng sumur og á veturna er fólk bara í úlpu en þarf varla að setja upp húfur og vettlinga. Þú getur alltaf notað Hopp-hjólin, alltaf.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -