Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, kastar ljósi á það óréttlæti að sumir njóta forréttinda svokallaðs „sáttarferlis“ á meðan fátæktari einstaklingar eru ekki þess heiðurs aðnjótandi. Færsluna setti hún eftir að fregnir bárust um að sáttaferli sé hafið á milli Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitsins vegna meintra lögbrota þegar ríkið seldi, á síðastliðnu ári, ríflega 22 prósenta hlut sinn í bankanum.
Í færslu Sönnu á Facebook og skrifar hún: „Creditinfo fyrirgefur ekki. Sáttina má hvergi finna gagnvart þeim fátæku sem skulda. Sáttin er í boði fyrir sum en ekki öll.“
Sanna bendir á að sami skilningur og vilji til sátta mæti ekki einstaklingum sem ekki ná endum saman um mánaðarmót. Að fátækum standist ekki til boða að fara í sérstakt sáttarferli ef ekki tekst að greiða reikninga eða niður yfirdráttarheimildina, sem jafnan bera háa vexti.
Hér að neðan má lesa færslu Sönnu í heild: