Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Ósáttur fangi um einangrun:„Ekki eins og það sé búið að binda þig við stól og kveikja í kynfærunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Einangrun er bara pyntingaraðferð og það er alveg búið að vera vitað í mjög langan tíma. Það er ekki eins og það sé búið að binda þig við stól og kveikja í kynfærunum á þér en aftur á móti þá er þessu jafnað við það. Fólk sem er óstöðugt í hausnum og er lengi í einangrun, það er ekki sama fólkið eftir það,“ sagði Hrannar Fossberg, fangi á Litla-Hrauni, í samtali við Fréttablaðið. Hrannar var ákærður í ágúst í fyrra fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot fyrir að hafa skotið tvo einstaklinga í febrúar í fyrra með þeim afleiðingum að þau særðust. Annar aðilinn var fyrrverandi kærasta Hrannars.

Hrannar afplánar nú það sem eftir er af dómi sem hann hlaut árið 2018 en í febrúar í fyrra sat hann í einangrun í sautján daga í fangelsinu að Hólmsheiði. „Þegar ég var í einangrun þá var ekki hægt að fara út því það var svo mikill snjór og þeir vildu ekki moka,“ segir Hrannar sem er síður en svo sáttur við meðferðina.  „Einangrunin er bara til að brjóta fólk niður, “ sagði Hrannar og bætti við: „En þetta er mannskemmandi. Ef þú ert ekki með sterkan huga fer þetta illa með fólk.“ Samkvæmt nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International er talið að einangrunarvist í gæsluvarðhaldi sé beitt óhóflega á Íslandi. Frá árinu 2012 til 2021 voru alls 825 einstaklingar vistaðir í einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stóð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -