Mánudagur 20. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Patrik og Snorri Másson sakaðir um karlrembu: „Þeim finnst þetta líka í Saudi-Arabíu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins er mjög hneikslaður á Patrik Atlasyni og Snorra Másson. Fjöldi manns eru sammála Ólafi, þar af nokkrir nafntogaðir einstaklingar.

Patrik Atlason tónlistarmaður fór um víðan völl í hlaðvarpsþætti bræðranna Snorra og Bergþórs Mássona, Skoðanabræður. Það sem helst vakti athygli voru gamaldags hugmyndir hans og þáttastjórnenda um kvenfólk.

Þegar talið barst að hlutverki kynjana sagði Patrik: „Þetta er það sem kapí­tal­ism­inn og þessi stóru fé­lög vilja gera, að kon­ur verði „career-dri­ven“, sem er bara allt í lagi. Ég held að maður­inn eigi að vera „career-dri­ven“ og leggja alla sína orku í það og hún á að vera „nurt­ur­ing.“ Bætti hann svo við að innkoma heimilisins gæti verið helmingi meiri ef karlmaðurinn væri sá eini sem væri „career dri­ven“ aðilinn í sambandinu, eða útivinnandi.

„Ég held að þau vilji þetta því þau vilja hafa okk­ur bæði á hjól­un­um, en þá náum við styttra,“ sagði Pat­rik en fyrr í þættinum úskýrði hann að sá sem ákvað að bæði kynin ættu að vera á vinnumarkaði hafi aðeins haft sinn eigin gróða í huga.

„Það er mjög áhuga­vert að menn hafi gabbað alla út á vinnu­markað og kallað það svo frels­is­bylt­ingu,“ sagði Snorri þá og Bergþór bæt­ti við:

„Það er ógeðslega fyndið að ef þú hefðir sagt þetta fyrri kannski fjór­um árum þá yrði bara fer­ill­inn þinn bú­inn. Nú er fólk bara „já snilld“.“

- Auglýsing -

„Þetta er bara mín skoðun og ég og kon­an mín sjá­um framtíðina þannig. Auðvitað þarf hún að hafa sinn til­gang og eitt­hvað en ég er the „go getter“ skiluðu,“ seg­ir Pat­rik til að út­skýra betuur skoðun sína.

Snorri virðist taka undir skoðun Patriks er hann bætir við:

„Ég hugsa líka að all­ir karl­ar, óháð því að auðvitað eru bara bæði kyn­in frá­bær í allskon­ar störf­um og mjög góð í allskon­ar drasli, en all­ir karl­ar myndu vilja geta haldið uppi heim­ili sínu án þess að kon­an þyrfti að vinna. Að sjálf­sögðu myndu þeir vilja það.[…] Það er æðsta tak­mark“.

- Auglýsing -

Bergþór tók undir bróður sínum og sagði: „Já maður, hún eitt­hvað í Pila­tes,“ og Snorri bæt­ti við: „Hún get­ur stofnað kaffi­hús“.

Ekki eru allir sáttir við þessa afstöðu mannanna en einn þeirra er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins. Hann skrifaði stutta en nokkuð hnitmiðaða Facebook-færslu og hlekkjaði frétt mbl.is um þáttinn við.

„Gömlukallaraus í ungum mönnum. Og ég sem vonaði að remburnar hyrfu með minni kynslóð. Einhvers staðar mistókst okkur herfilega.“

Fjölmargir aðilar skrifuðu athugasemdir við færsluna, þar á meðal Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu: „Er þetta ekki eitthvað súrt grín…?!“

Illugi Jökulsson rithöfundur og fjölmiðlamaður svaraði Svanhildi: „Nei þetta er alls ekki grín. Þetta er raunverulegt.“

Egill Helgason sjónvarpsmaður er heldur stóryrtur í sinni athugasemd: „Þeim finnst þetta líka í Saudi-Arabíu.“

Atli Þór Fanndal beitti húmor í sinni athugasemd: „Prófið að segja ráð um rekstur heimilis og sambands frá Prettyboitjokkó þrisvar án þess að flissa…“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -