Laugardagur 15. júní, 2024
13.8 C
Reykjavik

Ráðgátan um níðstöngina – Bölvun er rist í rúnum á stöngina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Níðstöng sem sett var upp við Esjurætur hefur vakið mikla athygli og enn fleiri spurningar. Miklar erjur hafa verið á milli nágrannanna þar sem stöngin var reist. Andlegur viðburður sem átti sér stað á svæðinu var gagnrýndur, meðal annars af nágrönnum, sem sögðust þreyttir ónæðinu. Í lýsingu viðburðarins var sagt frá því að ofskynjunarlyf yrðu á boðstólnum, eróík skoðuð og fólk hvatt til þess að taka börnin sín með. Mannlíf hefur fjallað um málið.

Níðstöng er sjaldséð sjón í nútíma samfélagi. Stöngin samanstendur af langri tréstöng með nýlega afskornum haus af hrossi á toppnum. Stundum var hrossaskinn lagt yfir stöngina. Níðstöngin á að snúa að þeim sem bölvunin beinist gegn en bölvunin er rist í rúnum á stöngina.

Samkvæmt heimildum var síðast sett upp níðstöng á Íslandi árið 2020. Var þá tveimur sviðakjömmum komið fyrir efst á stönginni og reist fyrir framan Alþingi. Fjórum árum áður, voru níðstangir með þorskhausum reistar í mótmælum. Snerust mótmælin um Sigmund Davíð Gunnlaugsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -