Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Ráðherrarnir sem sögðu af sér – Lygar, lögbrot og skattsvik

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Frá því að íslenska lýðveldið var stofnað hafa frekar fáir ráðherrar sagt af sér í embætti. Raunar eru þeir ekki nema sex talsins sem sögðu ýmist af sér eftir harða gagnrýni eða eftir hörð mótmæli. Flestir þeirra hrökkluðust úr starfi í hruninu eða eftir það og næstum allir vegna þess að þeir neyddust til þess. Mannlíf fer hér yfir afsagnir íslenskra ráðherra.
Fyrsti ráðherrann til að segja af sér var Albert Guðmundsson, þáverandi iðnaðarráðherra, og það gerði hann vegna hneykslismála tengdum Hafskipsmálinu árið 1987. Hann hafði þáð greiðslur frá fyrirtækinu sem hann taldi ekki fram til skatts. Albert var gagnrýndur harðlega um nokkurt skeið áður en hann sagði af sér 24. mars 1987. Hann varð þá fyrsti ráðherra í lýðveldissögunni til að segja af sér ráðherradómi.
Skömmu eftir afsögn sína tilkynnti Albert um þingframboð undir merkjum Borgaraflokksins og vann stærsta kosningasigur nýs framboðs. Það met varð ekki jafnað fyrr en í síðustu þingkosningum. Albert varð sendiherra í París áður en kjörtímabilið var úti.
Sumir eiga afturkvæmt

Guðmundur Árni Stefánsson sagði af sér sem heilbrigðisráðherra. Hann hafði þá sætt mikilli gagnrýni vegna embættisfærslu sinnar í starfi vegna embættisloka tryggingayfirlæknis. Guðmundur Árni sat á þingi fram á þessa öld en varð sendiherra þegar hann hætti á þingi.

Guðmundur Árni Stefánsson er snúinn aftur í pólítíkina.

Guðmundur Árni sagði af sér ráðherraembættinu í nóvember 1994. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir pólitískar ákvarðanir sem leiddu til þess að hann sagði af sér embætti. „Já, ég hefði getað gert hlutina betur. En ég var sá fyrsti sem tók ábyrgð á gerðum mínum. Þetta var erfiður tími en ég átta mig á því að ég gerði rétt; pólitík snýst ekki bara um eigið egó heldur líka hina stóru mynd,” sagði Guðmundur Árni um afsögn sína.

Guðmundur Árni tók síðast virkan þátt í pólitík árið 2005 en á árinu sigr­aði hann með yfirburðum í flokksvali Samfykingarinnar um að leiða flokkinn í Hafnarfirði í komandi sveitastjórnarkosningum. Síðar var hann svo kjörinn nýr varaformaður Samfylkingarinnar eftir að engin mótframboð bárust á landsfundi flokksins.

Björgvin G. Sigurðsson var viðskiptaráðherra þegar bankakerfið íslenska hrundi á haustdögum 2008. Hann sagði af sér undir lok janúar 2009, degi áður en ríkisstjórnin sprakk. Honum hafði verið haldið utan við hringiðuna þegar rætt var um aðgerðir til að bjarga Glitni þrátt fyrir að vera ráðherra bankamála.

Björgvin sagðist hafa viljað segja af sér strax við hrunið en verið talinn á að halda áfram til að viðhalda þeim stöðugleika í stjórn landsins sem hægt væri. Á lokadegi í embætti rak Björgvin stjórn og forstjóra Fjármálaeftirlitsins og baðst svo lausnar.

Lekamálið og Wintris

- Auglýsing -
Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Næsti ráð­herra sem þving­ast til að segja af sér á Íslandi er Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, inn­an­rík­is­ráð­herra í stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar. Þetta ger­ist í því ­máli ­sem kall­ast „Leka­mál­ið“ og sagði hún af sér í nóvember árið 2014. Þá varð ráðuneyti hennar uppvíst að ólöglegum leka á upp­lýs­ingum um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos til Morg­un­blaðs­ins.

Aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu, Gísli Freyr Val­dórs­son, neitaði í fyrstu en ját­aði síðan að hafa lekið upp­lýs­ing­unum (neit­aði fyrst) um Tony Omos og Hanna Birna sjálf sagði einnig ósatt í mál­inu. Eftir mikla umfjöllun fjöl­miðla sagði hún loksins af sér sem innanríkisráðherra, þann 21. nóv­em­ber 2014.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Fimmti ráð­herr­ann í stjórn­mála­sögu lýð­veld­is­ins til að segja ó­vilj­ug­ur af sér er svo Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, vorið 2016. Hann varð þá fyrsti forsætisráðherra landsins til að segja af sér vegna hneykslismála eftir uppljóstranir í Panamaskjölunum um félagið Wintris. Sigmundur sagði af sér emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra eftir að hafa verið afhjúp­aður sem ósann­inda­maður í Kastljósþætti. Þar þrætti Sigmundur fyrir Wintris-félagið og gekk út úr viðtali.

- Auglýsing -

Sig­mundur braut í ­sjálfu ­sér­ ekki lög, en hann sagði ósatt. Eftir Kastljósþáttinn héldu þúsundir mótmælenda á Austurvöll en Sigmundur Davíð hugðist í fyrstu sitja sem fastast. Á endanum hrökklaðist á hann þó úr embætti, fyrst ætlaði hann að víkja tímabundið en dró það svo til baka. 

Sigmundur Davíð gekk síðar úr Framsóknarflokknum og stofnaði Miðflokkinn sem setti Íslandsmet í fylgi nýs flokks, fékk sömu prósentu og Borgaraflokkur Alberts 30 árum áður.

Braut lög
Sigríður Á. Andersen.

Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, varð svo sjötti ráðherrann sem sagði af sér í embætti, eftir að hafa sætt harðri gagnrýni fyrir störf sín. Þegar kom að því að skipa fyrstu dómarana í Landsrétti, nýju millidómsstigi, vék hún frá mati nefndar sem meta átti hæfni umsækjenda. Þetta sætti mikilli gagnrýni og harðvítugar deilur voru um málið á Alþingi. Umsækjendurnir fjórir sem Sigríður tilnefndi ekki þrátt fyrir að þeir væru metnir meðal fimmtán hæfustu unnu allir dómsmál gegn ríkinu.

Sigríður stóð samt af sér vantrauststillögu á þingi. Þegar dómur Mannréttindadómstóls Evrópu var birtur sagðist Sigríður enga ástæðu hafa til að segja af sér. Rétt rúmum sólarhring síðar tilkynnti Sigríður að hún stigi til hliðar.

 

Aðrar afsagnir íslenskra ráðherra en fjallað er um hér að ofan: 

1923 sagði Magnús Jónsson af sér embætti fjármálaráðherra eftir að hafa verið gagnrýndur á Alþingi.

1932 sagði Magnús Guðmundsson dómsmálaráðherra af sér eftir að Hermann Jónasson hafði dæmt hann sekan um l-gbrot, Hæstiréttur sýknaði Magnús og tók hann þá aftur við embætti.

Þá má nefna að ráðherrar hafa sagt af sér af öðrum ástæðu, t.d. heilsufarsástæðum: Halldór Ásgrímsson, Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þar að auki hafa nokkrir ráðherrar sagt af sér af öðrum ástæðum. Til að mynda Ögmundur Jónasson sem hætti sem heilbrigðisráðherra vegna óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar í Icesave og Björn Bjarnason hætti sem menntamálaráðherra til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -