Miðvikudagur 17. apríl, 2024
1.5 C
Reykjavik

Reyndu vopnað rán í söluturni Þuríðar: „Ég læt ekkert vaða yfir mig, það gengur ekki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þuríður Vilhelmsdóttir eigandi söluturnar á Njálsgötu 1 var heppin að hafa sett viðvörunarkerfi upp stuttu fyrir laugardagsvakt sem hún átti í nóvember 1993.

Um klukkan 18:00 eitt laugardagskvöld í nóvember árið 1993, komu tveir ungir menn inn í sjoppu sem Þuríður Vilhelmsdóttir rak og starfaði í. Annar þeirra vaktaði dyrnar á meðan hinn beindi skammbyssu að Þuríði og skipaði henni að afhenda sér peninga úr afgreiðslukassanum. Þuríður, sem var ekki vön að láta vaða yfir sig, kom mönnunum á óvart og harðneitaði að afhenda peninginn. Og ekki nóg með það heldur ýtti hún umsvifalaust á viðvörunarbjölluna sem hún var nýbúin að setja upp og kallaði þannig á lögregluna. Mennirnir voru fljótir að láta sig hverfa. Eftir á viðurkenndi hörkutólið Þuríður að hún hafi orðið hrædd, enda var byssuhlaupi beint að henni.

DV fjallaði um málið á sínum tíma en hér má sjá þá umfjöllun:

Ræningjar með vopn í hendi í sjoppu við Njálsgötu:

Þetta er vopnað rán og komdu með peningana

Það komu tveir strákar inn, stórir slánar, á aldrinum sextán til átján ára. Þeir otuðu að mér byssu og sögðu: „Þetta er vopnað rán og komdu með peningana.“ Ég var ekkert á því og sagði „Látið ekki svona.“ í því var annar kominn að kassanum og ég ýtti á bjölluna. Kerfið fór umsvifalaust í gang og þeir hlupu út,“ segir Þuríður Vilhelmsdóttir, en hún varð fyrir þeirri óhugnalegu reynslu að tveir ungir menn ógnuðu henni með skammbyssu og reyndu að ræna söluturninn að Njálsgötu 1 rétt fyrir klukkan 18.00 á laugardag. Þuríður er eigandi sjoppunnar og setti viðvörunarkerfið upp fyrir nokkrum árum. Það er beintengt við Securitas og síðan við lögreglu. Hún hefur aldrei þurft að nota bjölluna fyrr en hún telur það mikið öryggisatriði. Hún hefur rekið sjoppuna í tæp sex ár og aldrei orðið fyrir neinu slíku fyrr. „Ég var óskaplega hrædd, ég verð að viðurkenna það. Ég hef aldrei séð þessa stráka áður hérna, ekki svo ég muni. Þetta er svakalegt að horfa framan í byssuhlaup.“ Þuríður var ein að vinna þegar atburðurinn átti sér stað. Hún segist ekki hafa tekið eftir þeim sem gerði sig líklegan að ræna kassann en gat gefið greinargóða lýsingu á þeim sem vaktaði dyrnar. „Hann var í joggingjakka, með hettu og reimað fyrir. Eg veit að hann er dökkhærður því að hárbroddarnirstóðu út úr hettunni.“ Þuríður hélt áfram vinnu sinni fram á kvöld eftir atburöinn en systir hennar og synir komu til hennar. „Sennilega eru það fyrstu viðbrögð sem réðu því að ég hringdi bjöllunni án þess að hugsa mig um. Ég læt ekkert vaða yfir mig, það gengur ekki,“ sagði Þuríður við DV í gær, en hún var við vinnu eins og ekkert hefði í skorist.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -