Þriðjudagur 10. september, 2024
5 C
Reykjavik

Rugl að hafa áhyggjur af kolefnisspori: „Öll áhersla á einstaklingsábyrgð sé hin mesta vitleysa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er svo hugsi yfir öllum þeim aðgerðum sem ég tek til að draga úr kolefnissporinu mínu. Ég borða ekki kjöt, reyni að kaupa sem minnst af plasti og fötum, nota taubleyjur til skiptis við einnota á barnið mitt, kaupi notuð föt, flokka allt, endurnýti óþolandi mikið osfrv. En svo fá milljarðamæringar, verksmiðjur og stórfyrirtæki að gera það sem þau vilja og kolefnissporið mitt bliknar í samanburði. Af hverju er ég að þessu? Hvaða áhrif hef ég í stóra samhenginu? Skiptir þetta einhverju máli?“

Þetta skrifar Elín nokkur á Twitter en skrif hennar hafa vakið athygli og hafa margir svarað þeim. Þar á meðal er Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur í eldsneytismálum og vistvænni orku, en hún segir að öll áhersla á einstaklingsábyrgð í umhverfismálum sé þvæla.

Ágústa skrifar á Twitter: „Þetta sem Elín segir er m.a. ástæðan fyrir því að ég (sem sérfræðingur í orkuskiptum, loftslagsmálum og stefnumótun tengdum þeim) er hörð á því að öll áhersla á “personal responsibility” sé hin mesta vitleysa. Lof mér aðeins að útskýra nánar.“

Gott dæmi um þetta séu rafbílar. „Tökum rafbíla sem dæmi. Það að fólk vilji gera vel fyrir umhverfið er eitt. En að vilja/geta borgað 2-10 milljónum hærra verð fyrir bíl sem gerir minna en sambærilegur bensínbíll er fráleit krafa að leggja á fólk. Enda fór rafbílavæðing ekki af stað fyrr en með skattalækkunum,“ segir Ágústa.

Annað dæmi sé endurvinnsla plast. „Olíuframleiðendur hafa barist fyrir því að fólk þurfi að endurvinna plast. Sem hljómar undarlega þar til man gerir sér grein fyrir því að hin leiðin er að plastframleiðendur – þ.e. olíufélögin – sjái um endurvinnsluna. Endurvinnsla plasts væri með öðru sniði ef sú skylda hvíldi á framleiðendum að sjá til þess að plastið skilaði sér í endurvinnslu! Plast væri bæði dýrara, líklega með skilagjaldi, og næstum örugglega mun minna notað,“ segir Ágústa.

Ágústa segir þetta útskýra margt. „Og þar liggur auðvitað hundurinn grafinn. Losun er auðlind sem hægt er að græða óhemju mikið á og kostar (hingað til) ekki neitt. Fundið fé! Þetta kerfislæga misræmi í verðgildi auðlindarinnar, kostnaði við notkun hennar (þ.e. skaðanum sem losunin veldur) og gjaldinu (kr. 0.-) sem er tekið fyrir notkunina af þeim sem græða hvað mest verður að leiðrétta og Elín, sama hvað hún vill vel, hefur ekki bolmagn til þess.“

- Auglýsing -

Hún segir að betri leið en sú sem Elín fór væri að þrýsta á stjórnvöld. „Þetta verður að leiðréttast á ríkisstjórnar- og alþjóðasamningaleveli. En það þýðir ekki að eðlileg og skiljanleg frústrerasjón Elínar sé gagnslaus. Þvert á móti. Hún er beinlínis vopn í baráttunni. Við eigum að taka hana beint til þingmannana okkar og benda þeim á hvað við höfum verið að gera og þrýsta á þá að gera betur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -