Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Rússneskir hakkarar hóta að koma í veg fyrir sigur Úkraínu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Rússneskir hakkarar, sem ganga undir nafninu Killnet, hafa hótað að hafa áhrif á úrslit símakosningar Eurovision og koma þannig í veg fyrir sigur Úkraínu í söngvakeppninni.

Hakkararnir hafa hótað að brjótast inn í kosningakerfið og bæta atkvæðum við önnur lönd, að því er Forbes greinir frá. Ýmsir veðbankar hafa spáð úkraínska atriðinu sigri í Eurovision.

Hakkararnir hafa komist áður í heimsfréttirnar. Þeir hafa meðal annars gert tölvuárásir á ítalska þingið og heimasíðu ítalska hersins. Auk þess hótuðu þeir að ráðast á tækniinnviði opinbera breska heilbrigðiskerfið (e. NHS).

Í skilaboðum á samskiptamiðlinum Telegram ýjar hópurinn að því að hafa þegar gert árás á kosningakerfið. Talsmaður Eurovision segir að kosningakerfið sé, sem fyrr, vel varið fyrir netárásum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -