Miðvikudagur 10. apríl, 2024
0.8 C
Reykjavik

Sæborgin sökk skammt undan Rifi – Sjö björguðust en skipstjórinn lést

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann sjötta mars árið 1989 sökk báturinn Sæborg SH 377 á Breiðafirði. Sjö skipverjum var bjargað um borð í Ólaf Bjarnason SH 137 en skipstjórinn, Magnús Þórarinn Guðmundsson, náði ekki að komast um borð og fannst aldrei, þrátt fyrir mikla leit.

Í gær rifjaði Mannlíf upp lífsbjörgina sem varð er Nanna VE sökk í sjóinn en sama dag, þann sjötta mars árið 1989, sökk annar bátur en þar lést einn maður.

Sæborgin var 66 tonna smábátur sem sökk skammt undan Rifi á Snæfellsnesi eftir að báturinn hafði fengið á sig tvö brot með stuttu millibili þegar báturinn var á heimleið úr róðri. Mikil leit var gerð að skipstjóra Sæborgar, Magnúsi Þórarni Guðmundssyni en bar sú leit engan árangur en slæmt veður gerði leitarmönnum erfitt fyrir. Lét hann eftir sig eiginkonu og þrjú börn

Magnús Þórarinn Guðmundsson lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

Morgunblaðið fjallaði um sjóslysið á sínum tíma en hér má lesa fréttina:

Breiðafjörður: Leit að skipstjóra Sæborgar árangurslaus

LEITAÐ var í gær að skipstjóranum á Sæborgu SH 377, sem saknað er frá því að báturinn sökk á Breiðafirði um klukkan 20.30 á þriðjudagskvöld. Leitin bar engan árangur og frekari leit síðdegis ekki heldur. Áformað er að halda leit áfram i dag.

Sæborg, 66 tonna bátur í eigu Hraðfrystihúss Ólafsvíkur, fékk á sig tvö brot hvert á eftir öðru, með þeim afleiðingum að báturinn lagðist á hliðina og sökk. Sjö skipverjum var bjargað um borð í Ólaf Bjarnason SH 137, en skipstjórans er enn saknað. Varðskipið Ægir fór til leitar og var komið til Breiðafjarðar um klukkan 4 í fyrrinótt. Þá hóf Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar leit á svæðinu klukkan 9 í gærmorgun. Ekki var talið að þyrla Landhelgisgæslunnar kæmi að gagni vegna veðurútlits. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar var leitað á öllu því svæði, þar sem til greina kom að annar gúmmíbjörgunarbátur Sæborgar væri á reki, en skipverjar sem björguðust náðu að losa með handafli þann sem var bakborðsmegin á bátnum. Bátar leituðu á svæðinu á þriðjudagskvöld, en upp úr miðnætti var veður orðið mjög slæmt og leit þá hætt. Bátar og skip frá Ólafsvík leituðu einnig í gærmorgun. Skömmu fyrir hádegi var leit úr lofti hætt og varðskipið Ægir hætti leit um klukkan 12.30. Menn úr björgunarsveitinni Sæbjörgu á Ólafsvík gengu fjörur frá Ólafsvík að Öndverðarnesi í gærmorgun og fóru með ströndinni í gúmbát. Leitin bar engan árangur og ekkert brak úr Sæborgu fannst. Síðdegis gengu björgunarsveitarmenn fjörur á ný, en án árangurs, enda var þá allnokkur aflandsvindur. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -