Laugardagur 13. apríl, 2024
-2.9 C
Reykjavik

Sagði lögreglu hafa stofnað lífi hans í hættu: „Ég gerði nákvæmlega það sem þarf til að stöðva þig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 2004 var lögreglumaður kærður, sakaður um að hafa stofnað lífi hins 25 ára Páls Heiðars í hættu. Átti lögreglumaðurinn að hafa ekið í veg fyrir hann.

Í skýrslum lögreglu frá kvöldinu örlagaríka segir að nokkur bifhjól hafi verið mæld á of miklum hraða, ekki tókst að stöðva ökumennina. Seinna sama kvöld kemur lögreglumaður auga á Pál þar sem hann keyrði bifhjóli sínu á Ægissíðu, nálægt bensínstöð. Lögreglumaðurinn ákvað að stöðva hann, þó svo að Páll hafi verið á löglegum hraða og ekki viðriðinn hraðaksturinn sem átti sér stað fyrr um kvöldið. Hann segir lögreglubílnum hafa verið ekið í veg fyrir hjólið hans. Páll segist ekki náð að hemla og lent á bílnum. „Ég meiddist töluvert og er ekki búinn að bíða þess bætur ennþá,“ sagði Páll í samtali við DV, þremur mánuðum eftir áreksturinn. Hann sagðist heppinn að vera á lífi.

Lögreglan sagði atvikið hafa verið slys og að þeir hafi verið með kveikt aðvörunarljós. Á myndum sem birtar voru í DV má sjá greinilega að lögreglubifreiðin hafi ekið yfir á rangan vegahelming. Páll segist hafa krafið lögreglu um skýringar eftir slysið og að lögreglumaðurinn hafi sagt: „Ég gerði nákvæmlega það sem þarf til að stöðva þig.“

Páll hafði enga ákæru fengið um hraðakstur, hann segist ekki hafa brotið nein lög þegar lögreglan stöðvaði hann með þessum hætti. „Ég tel það augljóst að þú stöðvar ekki bifhjól á fullri ferð með því að aka í veg fyrir hjólið með þeim hætti sem lögreglumaðurinn gerði,“ sagði Hilmar Ingimundarson, lögmaður Páls.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -