Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Sálfræðimeðferð á netinu – valkostur fyrir þig?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Víða erlendis hefur sálfræðimeðferð á netinu notið vaxandi vinsælda síðustu ár en það meðferðarúrræði hentar mörgum því bæði sparar það tíma og dregur úr ferðalögum á milli staða, svo eitthvað sé nefnt.

Nú stendur Íslendingum slík þjónusta til boða því nýsköpunarfyrirtækið Mín líðan býður til að mynda upp á hugræna atferlismeðferð (HAM) á netinu. Árið 2018 hlaut fyrirtækið verðlaun fyrir vefkerfi ársins á Íslensku vefverðlaununum sem veitt eru af Samtökum vefiðnaðarins. Auk þess hefur það fengið ýmsa styrki á síðastliðnum fjórum árum.

Kjósi fólk að nýta sér fjarviðtöl þá fara þau fram, samkvæmt vefsíðu fyrirtækisins, í formi myndfunda þar sem skjólstæðingur og sálfræðingur eiga samtöl gegnum netið. Boðið er upp á ókeypis kynningartíma fyrir þá sem vilja kynna sér þennan möguleika og nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu fyrirtækisins.

Á dögunum undirritaði bæjarstjóri Garðabæjar samning við stofuna Mín líðan um aukna sálfræðiþjónustu fyrir börn á elsta stigi grunnskóla sem eiga við kvíða að etja. Um tilraunaverkefni er að ræða og eru fyrstu viðtölin í boði fyrir nemendur Sjálandsskóla í lok þessa skólaárs, samkvæmt frétt á vefsíðu Garðabæjar.

Viðtölin halda áfram í haust og hefjast þá einnig í öðrum skólum Garðabæjar. Stendur verkefnið til áramóta en þá verður gerð úttekt á verkefninu og það endurmetið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -