Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Sameiginlegt ákall til íslenskra stjórnvalda: „Stríðið á Gaza er stríð gegn börnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fulltrúar stærstu hjálparsamtaka Íslands sendu rétt í þessu frá sér sameiginlegt ákall til Gaza.

Fréttatilkynning barst fjölmiðlum rétt í þessu frá fulltrúum helstu hjálparsamtaka Íslands en þar er um að ræða sameiginlegt ákall þeirra samtaka, til stjórnvalda vegna ástandsins á Gaza.

„Við sem veitum mannúðarsamtökum á Íslandi forystu köllum eftir sterkari viðbrögðum íslenskra stjórnvalda vegna átakanna á Gaza. Stjórnvöld verða að nýta allar mögulegar leiðir, rödd og krafta til að þrýsta á um varanlegt vopnahlé og virðingu fyrir mannréttindum og mannúðarlögum, sem eru fótum troðin fyrir allra augum.“ Þannig hefst fréttatilkynning samtakanna. og hún heldur áfram:

„Stríðið á Gaza er stríð gegn börnum, enginn staður í heiminum er þeim jafn hættulegur. Næringarskortur blasir við, vatnsskortur er nær alger og farsóttir yfirvofandi.  Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum eiga almennir borgarar alltaf rétt á mannúðaraðstoð og vernd í vopnuðum átökum en öllum er ljóst að þessu er ekki fyrir að fara. Stríðandi fylkingar virða í engu mannréttindi íbúa svæðisins og líf þeirra mun aldrei verða samt aftur, lifi þeir af. Eyðileggingin á Gaza er alger og hvergi er skjól fyrir almenna borgara.“

Samtökin segja ennfremur að aðgerðaleysi ríkja heimsins vegna átakanna á Gaza grafi undir lögum og reglum sem gilda um mannúðaraðstoð í stríðum.

„Þeim lögum og reglum sem gilda um mannúðaraðstoð á stríðstímum var komið á vegna skelfilegra átaka, þar sem almennir borgarar féllu í milljónatali. Aðgerðarleysi ríkja heims vegna átakanna á Gaza grefur undan þessum lögum og það skiptir ekki einungis máli fyrir fólkið í Palestínu, heldur fyrir heiminn allan. Spyrja verður um afleiðingar þessa, hvaða mörk setur alþjóðasamfélagið í átökum  sem þessum og hvernig á að framfylgja þeim? Hvað gerist þegar almennir borgarar, þar með talin börn, eiga sér ekkert skjól og fá enga hjálp?“

- Auglýsing -

 Að lokum ítreka samtökin óskir sínar um að stjórnvöld á Íslandi beiti sér af öllu afli á alþjóðavettvangi til að þrýsa á um eftirfarandi:

  • Varanlegt vopnahlé.
  • Öruggan og óhindraðan flutning hjálpargagna inn á Gaza.
  • Frjálsa för íbúa Gaza og öruggt aðgengi að hjálpargögnum og þjónustu.
  • Uppbyggingu innviða sem tryggja hreint vatn, fráveitu, heilbrigðisþjónustu og næringu.
  • Umsvifalausa og skilyrðislausa frelsun allra gísla á Gaza.
  • Áframhaldandi fjárveitingar til hjálparstofnana á Gaza, þar með talið Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar (UNRWA).

 Undir fréttatilkynninguna skrifa eftirfarandi:

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi

- Auglýsing -

Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar

Hjalti Skaale Glúmsson, framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar

Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands

Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Ísland

Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -