Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Sandra ósátt og vill sjá alvöru afleiðingar – Illa farið með kött sem fannst slasaður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég get ekki annað en verið reið núna,“ segir í upphafi færslu sem Dýraverndunarfélagið Villikettir birti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Í gær fékk félagið tilkynningu um að köttur væri slasaður, hann væri mikið bólginn í andliti og haltur, greinileg hjálparþurfi.

Sjálfboðaliði á vegum Villikatta fór, skannaði köttinn og náði sambandi við eiganda. Sá sem var skráður eigandi á örmerkinu hafði látið köttinn frá sér fyrir nokkrum árum en núverandi eigandi hafði týnt honum fyrir 2 árum. Í tvö ár hefur hann því búið á götunni með hjálp fólks í hverfinu.

Villikettir höfðu upp á núverandi eiganda og tilkynntu honum fréttirnar, að kötturinn hans væri fundinn og að hann þyrfti læknisaðstoð. Það sem kom á óvart er að eigandinn vildi ekkert með köttinn sinn hafa. „Þá hafði hún engan áhuga og vildi ekki fá hann aftur,“ segir í færslunni.

„Hann var bara rétt um 3 ára þegar hann þurfti að fara að bjarga sér sjálfur. Helst vil ég trúa því að flest allir sem fá sér gæludýr geri sér grein fyrir ábyrgðinni og kostnaðinum fylgir og við skulum ekki gleyma að kettir verða 15 til 20 ára gamlir.“

Það verða að vera raunverulegar afleiðingar

Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, vakti athygli á færslu Villikatta á Twitter-síðu sinni. „Að fólk skuli gera málleysingjum þetta,“ segir Sandra sem vill sjá alvöru afleiðingar fyrir fólk sem gerir svona. „Ég vil sjá feitar sektir fyrir svona vanrækslu, ekki bara sviptingu á eignarhaldi. Það verða að vera einhverjar raunverulegar afleiðingar fyrir svona fólk.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -