Laugardagur 2. nóvember, 2024
2.5 C
Reykjavik

Svandís svarar Umboðsmanni Alþingis: „Skyni gæddar verur sem ber að vernda“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað Umboðsmanni Alþingis.

Stuttu eftir að umdeilt hvalveiðibann Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, var lagt á í júní lagði Umboðsmaður Alþings fram ýmsar spurningar til ráðherra. Ráðuneytið hefur nú svarað Umboðsmanni Alþingis í 60 bls bréfi.

Ráðuneytið sendi einnig frá sér efnislega samantek sem er hægt að lesa hér fyrir neðan

„Í svarbréfi ráðuneytisins kemur fram að upphafi veiðitímabils við veiðar á langreyðum var frestað til þess að framfylgja lögum um hvalveiðar, en að baki þeim lögum búa m.a. sjónarmið um velferð dýra.

Það var mat ráðuneytisins, Matvælastofnunar og fagráðs um velferð dýra að niðurstöður úr eftirliti með veiðum á árinu 2022 bentu til þess að núverandi veiðiaðferðir, þ.m.t. veiðibúnaður, væru háðar annmörkum þess eðlis að veiðar gætu að óbreyttu ekki farið fram í samræmi við þær kröfur sem leiða af lögum um hvalveiðar og lögum um velferð dýra.

Frestun á upphafi veiðitímabilsins er bráðabirgðaráðstöfun sem ætlaður er skammur gildistími til að bregðast við þeim almenna vanda sem upp var kominn varðandi dýravelferð við hvalveiðar. Ekki var talið að unnt væri að ná framangreindum markmiðum með öðru og vægara móti en með frestun upphafs veiðitímabils, sem byggir á skýrum lagalegum grundvelli. Mat var lagt á þá röskun hagsmuna sem frestun á upphafi veiðitímabilsins væri til þess fallin að hafa í för með sér með sama hætti og endranær þegar tekin er afstaða til breytinga á reglum um veiðar.

- Auglýsing -

Til grundvallar því mati lagði ráðuneytið almennar forsendur um þýðingu lengdar veiðitímabils fyrir hagsmuni þeirra sem veiðarnar stunda og almennar upplýsingar sem fyrir liggja hjá ráðuneytinu um veiðarnar. Þótt mikilvægir, fjárhagslegir hagsmunir geti verið tengdir veiðum á langreyðum verður engu að síður að gæta þess að langreyðar séu ekki veiddar eða aflífaðar með ómannúðlegum hætti, enda eru þær skyni gæddar verur sem ber að vernda fyrir óþarfa limlestingum og kvölum lögum samkvæmt.

Frá því að ráðuneytinu barst eftirlitsskýrsla Matvælastofnunar í maí 2023 hefur það haft til skoðunar hvort og þá hvaða úrbætur sé unnt að gera á veiðiaðferðum, þ.m.t. veiðibúnaði, sem notaðar eru til að tryggja velferð dýranna við aflífun. Starfshópur ráðuneytisins, Matvælastofnun og Fiskistofu vinnur að því að afmarka og leggja sérfræðilegt mat á þær leiðir sem eru til úrbóta á aðferðum við veiðar á langreyðum í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga. Niðurstöðu þeirrar vinnu er að vænta fljótlega.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -