Laugardagur 15. júní, 2024
13.8 C
Reykjavik

Segir flóttafólki haldið í limbói á Íslandi: „Þetta fólk gæti verið í vinnu og vill ekkert frekar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eva Hauksdóttir lögmaður bendir á rökleysi Útlendingastofnunar í málefnum flóttafólks sem stofnunin vill senda úr landi.

Á dögunum kom frétt hjá Vísi þar sem sagt var frá því að um 200 einstaklingar bíði eftir að vera flutt úr landi í þvinguðum brottflutningi. Eva Hauksdóttir lögmaður skrifaði Facebook-færslu og hlekkjaði á frétt Vísis en í færslunni fer hún yfir staðreyndina í málinu:

„Það vantar inn í þessa frétt að í mörgum tilvikum er ástæðan fyrir því að fólk er hér enn, mörgum vikum eftir að hafa dregið umsókn til baka (ekki sjálfviljugt heldur af því að því eru settir afarkostir) af því að viðtökuríkið neitar að taka við þeim.“

Bendir Eva á rök Útlendingstofnunar, sem standast ekki skoðun:

„Rökin UTL eru þessi: „Þú verður að fara af því að það er annað öruggt land þar sem þú mátt vera.“ Svo þegar kemur í ljós að nei, þú mátt reyndar heldur ekki vera þar, þá er niðurstaðan sú að þú mátt hvergi vera. Viðbrögð yfirvalda eru þau að fólki er haldið í limbói á Íslandi. Það er réttindalaust og því ekki annað í boði en að veita því fæði, skjól og lágmarks læknisþjónustu. Flest þetta fólk gæti verið í vinnu eða námi og vill ekkert frekar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -