Skjáskot af frásögn konu hefur vakið mikla athygli síðasta sólarhringinn. Konan segist hafa kært Ingólf Þórarinsson, betur þekktan sem Ingó veðurguð, síðastliðið sumar en mál hennar hafi verið fyrnt. Segist hún eiga myndir af áverkunum.
„Hann veit hvað gerðist þessa nótt og í framhaldinu,“ skrifar hún. Konan segist ekki treysta sér að koma fram undir nafni af ótta við það að verða ekki trúað, auk þess hafi opinber umræða verið ljót og óvægin. „Ég hef setið og hlustað á vinnufélaga mína verja Ingólf og tala um að konur verði að kæra og að svona mannorðsmorð séu ekki í lagi. En ég kærði og það breytti engu.“
DV fjallað fyrst um málið