Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Segja barnamálaráðherra hafa vitað af ofbeldinu: „Faðir neitaði að leyfa henni að ná í eigur sínar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær birtu samtökin Líf án ofbeldis færslu, þar sem farið er yfir atburðarás í tengslum við mál, þar sem barn var fjarlægt af lögreglu og fulltrúa sýslumanns á Barnaspítalanum í síðustu viku. Barnið er sagt hafa verið í lyfjagjöf á spítalanum, þegar það var fjarlægt í þeim tilgangi að framfylgja dómsúrskurði um lögheimili barnsins hjá föður. Barninu var að sögn komið fyrir hjá honum. Móðir barnsins og eldri bróðir þess hafa sakað föðurinn um ofbeldi, meðal annars í viðtölum í hlaðvarpsþættinum Eigin konur, sjá hér: Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís og Pat­rek­ur.

Í færslunni segja samtökin að sitjandi barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hafi verið nágranni fjölskyldunnar og vitað af meintu ofbeldi, áður en móðirin yfirgaf föðurinn með börnin meðferðis.

„Þegar móðir barnsins sem tekið var með valdi á Barnaspítalanum, Helga Sif, yfirgaf föður barnsins, hafði hún eingungis meðferðis lítið af fötum fyrir sig og börnin. Faðir neitaði að leyfa henni að ná í eigur sínar nema hún kæmi ein og hann væri á staðnum,“ segir í færslunni.

„Móðir og börn fengu því ekki eigur sínar mánuðum saman, en nágranni þeirra, Ásmundur Einar Daðason, sitjandi barnamálaráðherra, sem bjó í næsta húsi og vissi af ofbeldinu, hringdi í frænku Helgu Sifjar til að láta hana vita að faðirinn væri með flutningabíl hjá húsinu að flytja eigur þeirra á annan stað.“

Ásmundur Einar Daðason

Segja móður hafa sótt eigur með lögreglufylgd

Samtökin segja mennta- og barnamálaráðuneytið hafa haft vitneskju um málið áður en ráðist var í aðgerðirnar á Landspítala. Ekki hafi þó fengist viðbrögð frá ráðuneytinu vegna þeirra.

„Bjarkarhlíð aðstoðaði Helgu Sif að sækja eigur þeirra, og óskaði eftir lögreglufylgd í Borgarnesi. Lögreglan í Borgarnesi, sem faðir hefur sterk tengsl við vegna sameiginlegs áhuga á vopnum, hafnaði beiðninni um aðstoð, svo úr varð að lögreglan í Reykjavík keyrði alla leið í Borgarnes og fór inn á heimilið ásamt Helgu Sif og starfsfólki Bjarkarhlíðar. Flestar eigur þeirra voru þá horfnar, en maðurinn átti erfitt með að láta Helgu Sif í friði og þurfti lögregla ítrekað að færa hann frá. Álagið var svo mikið að hún þurfti tvisvar að fara inn á klósett og kasta upp meðan á þessu stóð.“

- Auglýsing -

Færslunni fylgir mynd sem sögð er af húsgögnum stjúpsonar mannsins, sem er sami drengur og hefur sakað manninn um ofbeldi, bæði gegn sér og móður sinni. Faðirinn er sagður hafa sett húsgögnin út á stétt.

„Búið var að rústa þeim. Einnig fylgdi með kassi með fötum barnanna í bland við glerbrot.“

 

- Auglýsing -

Sagði allra skilyrða gætt í aðgerðunum

Þegar athygli hafði verið vakin á flutningum barnsins á Barnaspítala á samfélagsmiðlum og málið komið í fréttir, sagði Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Fréttablaðið að verið væri að framfylgja úrskurði dómstóla og að allra skilyrða væri gætt.

„Við erum með verk­lags­regl­ur um það hvern­ig skal far­ið þeg­ar svon­a mál koma á okk­ar borð og það er hald­in fund­ur með barn­a­vernd­ar­nefnd og lög­regl­u og svo far­ið á stað­inn og ekk­ert gert sem ekki sam­ræm­ist því sem á að gera þarn­a,“ sagði Sig­ríður.

Í færslu Líf án ofbeldis vegna málsins í síðustu viku sagði meðal annars:

„Með aðgerðinni ætla yfirvöld að knýja fram úrskurð um lögheimili barns hjá föður gegn vilja barnsins. Rökstuddur grunur er um langvarandi andlegt og líkamlegt ofbeldi föðurins gagnvart börnunum og móður þeirra. Framkvæmd aðfarar í andstöðu við vilja barnsins er án undantekningar til þess fallin að skapa gríðarlegt tilfinningalegt álag fyrir barnið sem er langveikt og hefur ávallt reitt sig alfarið á umönnun móður sinnar. Mikil hætta er á að barnið hljóti óbætanlegan skaða af.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -