Föstudagur 26. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Sigurður lögmaður segir ofbeldismenn fá skjól hjá RÚV: „Því miður getur enginn sagt RÚV upp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hæstarréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson er æfur yfir því að RÚV sé að sýna beint frá HM í knattspyrnu karla sem fram fer í Katar. Á sama tíma og meintir íslenskir ofbeldismenn fá ekki spilun á tónlist sinni hjá RÚV kaupi stofnunin sýningarréttinn að mótinu í landi „þar sem ofbeldi og mannréttindabrot eru daglegt brauð“ að mati lögmannsins.

„Því miður getur enginn sagt RÚV upp, en hægt er að sniðganga útsendingar frá keppninni; gera áhorfið að engu og spilla þar með sjálfshátíð RÚV í boði skattgreiðenda og sniðganga vörur þeirra sem kosta gleðina,“ segir Sigurður sem hvetur landsmenn til að fylgjast ekki með mótinu hjá RÚV.

Og hann útskýrir nánar hvers vegna í nýjum pistli á Facebook.

„Stjórnendur RÚV hafa reynt að skapa rikishlutafélaginu þá ímynd að þar á bæ berjist starfsmanneskjur gegn hvers kyns ofbeldi. Þess vegna fá meintir ofbeldismenn ekki tónlist sÍna spilaða hjá RÚV; þeir verða ekki til.
Stjórnendur Ríkisútvarpsins sáu hins vegar ekkert athugavert við að kaupa sýningarrétt að HM í Katar þar sem ofbeldi og mannréttindabrot eru daglegt brauð og mannvirkin sem leikir fara fram byggðir af þrælum, hverra líf var einskis virði. Fyrir stuðning við þessa ofbeldismenn kaus RÚV að greiða stórfé gegnum hin spilltu alþjóðlegu knattspyrnu samtök-FIFA-. Það fé bjuggu stjórnendur RÚV ekki til heldur eru þeir að styðja ofbeldi með skattfé og auglýsingafé sem kemur frá fyrirtækjum sem þykjast hafa einhverja samfélagslega ábyrgð en eru með öllu sneidd henni eins og stjórnendur RÚV sem alltaf eru til í að dansa kringum gullkálfinn og haga seglum eftir vindi.
Til að kóróna vitleysuna og undirstrika hræsnina hefur RÚV ákveðið að senda lið af íþróttadeild til Katar þó Ísland eigi þar engan fulltrúa, nema kannski formann KSÍ, sem seldi aröbum í nágranna ríki Katar nýlega afnot af karlalandsliði Íslands í nafni baráttu sinnar fyrir jafnrétti og bættri stöðu kvenna í landi kaupandans.
RÚV hefur að sögn ekki náð tali af formanninum til að ræða þessa sölu og árangurinn af jafnréttisspjalli hennar við arabana, enda fer hún alltaf í felur þegar flett er ofan af getu- og prinsippleysi hennar. Kannski nær íþróttadeild RÚV viðtal við formanninn í sandinum og sólinni í Katar, þar sem þau fá sameiginlega notið afrakstur ofbeldis stjórnvalda þar í landi. Rannsóknarblaðamennirnir á RÚV hafa ekki treyst sér til Katar til að bera viðbjóðinn sem hefur þar viðgengist berum augum. Það er of hættulegt fyrir þær hetjur að fara mikið út fyrir dyr útvarpshússins.
RÚV ætti fyrir hverja útsendingu frá HM í Katar í nafni baráttu fyrir bættum heimi að sýna brot af sögu þeirra í það minnsta 6.500 verkamann sem létust við gerð þeirra mannvirkja sem skapa umgjörð um útsendinguna og opna söfnunarreikning fyrir þá sem ekkert eiga en gerðu HM í Katar mögulegt. Sú saga er nokkuð vel þekkt og hefur verið sýnd í það minnsta á norrænum sjónvarpsstöðvum nú í aðdraganda HM. HM er ekki hátíð fótboltans heldur minnisvarði um spillingu og mannréttindabrot sem RÚV vill hampa.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -