Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Skiptar skoðanir á uppástungu Andrésar um vinnu barna: „Misnotkun og ofbeldi bíður þeirra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýtt hitamál komst í umræðuna um liðna helgi þegar Andrés Jónsson, almannatengill hjá Góðum samskiptum, birti færslu á Twitter þar sem hann stakk upp á því að börn á aldrinum 12-18 ára fengju rýmri heimildir til að vinna.

„Það vantar fólk í verslun, veitingar og þjónustu. – Þau og foreldrar þeirra myndu gjarnan vilja fá létta sumarvinnu fyrir þau. – Verndun táninga frá því að þurfa/mega vinna hefur gengið aðeins of langt,“ segir í færslu Andrésar.

Tillagan hefur fengið mikil viðbrögð en misjafnar undirtektir. Þannig svarar einn notandi:

„Almennur vinnumarkaður er enginn staður fyrir börn. Núverandi reglugerð er alls ekki of stíf. Misnotkun og ofbeldi af fjölbreyttum toga bíður þeirra á mörgum vinnustöðum af bæði yfirmönnum og óvönduðu starfsfólki þar.“

Sumir eru ansi harðorðir í garð Andrésar, spyrja hann hvort hann hafi verið „bitinn af geislavirkri frjálshyggju“ og þar fram eftir götunum.

Einhverjir benda á að ef þörf sé fyrir vinnuafl skjóti það skökku við að vísa á sama tíma fólki úr landi sem hafi áhuga á að búa hér og starfa.

- Auglýsing -

„Ég er sammála að það megi rýmka heimildir enda ákveðin hræsni sem ríkir í dag t.d ef það er vinna í auglýsingu eða leikhúsi (eitthvað nógu fansý) þá er það í lagi. Ég vil þó ekki fara til baka í þá tíma sem börn unnu í fiski frá morgni til kvölds. Klárlega umræða sem á rétt á sér,“ segir ein á forritinu.

„Það er líka allavega eitt starf sem ég veit um sem unglingar vinna gjarnan og það er barnapössun. Er það ekki móðins lengur?“ spyr önnur.

„Sem einhver sem fór að vinna 12 ára með skóla þá hefði ég frekar viljað æsku. Hefði verið gaman að rækta áhugamál,“ bendir ein á.

- Auglýsing -

„Það var heil bylting til að leyfa börnum að lifa lífi sínu frjálst frá atvinnumarkaðinum og þú vilt henda þeim til baka?“ spyr einn notandinn.

Andrés bendir helstu andófsmönnum á að hann þekki til foreldra sem vilji að börn þeirra fái að vinna. „Foreldrar, sem ég veit að eru góðir foreldrar, eru í röðum að leita að vinnu fyrir börnin sín svo þau hafi eitthvað fyrir stafni í sumar.“

„Ef börnin hafa þroska og vilja til þess að gera þetta á eigin forsendum þá er það í góðu lagi. Grunar samt að börnin sem færu í þennan pakka muni hugsa seinna meir að þau hefðu sagt sjálfum sér, þá sem foreldrar að vera börn lengur,“ skrifar einn við færsluna.

Ein spyr hvers konar rýmkun Andrés sé með í huga. „Þau mega nú þegar vinna létta vinnu, unglingar í 40 tíma á viku. Er ekki vandamálið bara að fólk vill helst ekki ráða börn?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -