Miðvikudagur 11. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Skólastjórnin stendur við bakið á Erlu Sigríði: „Við vitum hvað er rétt í þessu líka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrr í dag birti skólameistari Flensborgarskóla, Erla Sigríður Ragnarsdóttir, yfirlýsingu varðandi málefni skólans sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu. Ekki eru allir sáttir við yfirlýsinguna.

Sjá einnig: Erla Sigríður harmar fréttaflutning síðustu daga: „Hvers konar ofbeldisfull hegðun er aldrei liðin“

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga hefur styr staðið um ráðningu Erlu Sigríðar sem skólameistara við skólann en samkvæmt nemendaráð skólans sendi, samkvæmt Rúv, erindi til Menntamálaráðuneytisins og mótmælti ráðningunni og sögðu ekki tekið á ofbeldis- og eineltismálum í skólanum en nýlega réðust fimm nemendur á tvo nemendur eftir árshátíð nemendafélagsins í mars. Þá mættu hátt í 80 nemendur ekki í skólann á föstudaginn í mótmælaskini. Einnig funduðu nokkrir foreldrar og ræddu ástandið og stóð til að boða fleiri foreldra á fund.

Yfirlýsingin frá Erlu sýnir að nemendur og skólayfirvöld í Flensborgarskóla eru algjörlega á öndverðu meiði varðandi þetta mál. Skólayfirvöld telja sig taka afar vel á málum sem snúa að ofbeld og einelti og að þolendum í líkamsárásinni hafi verið boðin hjálp.

Mannlíf reyndi að ná tali af Erlu Sigríði sem var upptekin og gat ekki tekið símann. Það gerði hins vegar aðstoðarskólastjóri Flensborgarskóla, Júlía Jörgensen. Aðspurð af hverju Erla Sigríður var ein skrifuð fyrir yfirlýsingunni sagði hún það eðlileg vinnubrögð. „Skólastjórinn er auðvitað ábyrgur fyrir þessu, þetta er ekkert óeðlilegt við þetta. Þetta beinist auðvitað fyrst og fremst að henni en við vissulega stöndum í þessu saman, við í stjórninni. Við stjórnendur stöndum saman með þessi mál og við vitum hvað er rétt í þessu líka.“
Aðspurð að því af hverju nemendurnir segja allt annað en skólastjórnendur í fjölmiðlum svaraði Júlía því að þetta væri upplifun þeirra á málinu. „Þau eru bara að segja frá sinni upplifun og hún getur bara verið eins og hún er en ég ætla ekki að rengja hana á einn eða neinn hátt.“ Þegar þarna var komið við sögu í samtalinu voru lætin í kringum aðstoðarskólastjórann orðinn slíkur að fljótlega endaði símtalið en Júlía var stödd á körfuknattleik. Bað hún blaðamann að heyra frekar í skólastjóranum en eins og fram kom hér að ofan, gekk það ekki.

Mannlíf ræddi lauslega við einn af nemendum skólans sem hafði kvartað undan skólastjórnendum og spurði hann hvað honum fyndist um yfirlýsingu skólastjórans.

- Auglýsing -

„Mér fannst ótrúlega leiðinlegt að sjá þessa yfirlýsingu og fannst eins og að það væri verið að gera lítið úr minni upplifun í skólanum.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -