Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Skotið á fréttamann RÚV í Ísrael: „Auðvitað var sjokkerandi að sjá skammbyssu beint að sér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fréttakonan Sigrún Ása Markúsdóttir lenti í skuggalegur atviki þegar hún var við störf í ólöglegri landnemabyggð í Ísrael í febrúar árið 1995.

Sigrún Ása var stödd í Ísrael í efnisöflun fyrir sjónvarpsmynd sem hún var að gera fyrir Ríkissjónvarpið, í febrúar 1995 þegar hún lenti í afar óþægilegri lífsreynslu. Hún var þá á ferð í bifreið með myndatökumanni frá Reuters, á leið í viðtal í Hebron. Fyrir aftan bíl þeirra voru arabar á bíl og fyrir framan var gyðingur í bíl. Þegar Sigrún og myndatökumaðurinn óku fram úr bíl gyðingsins, gerði hann sér lítið fyrir og stakk byssu út um bílrúðuna og skaut yfir Sigrúnu og myndatökumanninn, upp í loftið. Ekki varð þeim meint af, að minnsta kosti ekki líkamlega en auðvitað brá þeim. Myndatökumaðurinn var allt annað en sáttur og fór út úr bílnum til að skamma skotmanninn. Sá lét sig hverfa á bíl sínum.

Hér má lesa frétt DV um málið:

Sigrún Ása Markúsdóttir fréttamaður í lifshættu í Ísrael:

Sjokkerandi að sjá byssu beint að sér -hvorki slösuðumst né særðumst og landneminn keyrði bara burt, segir hún.

„Ég var með myndatökumanni á leið í viðtal á Vesturbakkanum. Fyrir aftan okkur var bíll með aröbum og fyrir framan okkur var bíll með gyðingi. Þegar við ókum fram úr gyðingnum stakk hann skammbyssu út um gluggann og skaut yfir okkur út í loftið. Við hvorki slösuðumst né særðumst og skotið fór ekki einu sinni í bílinn. Þetta var bara geðveikur maður sem skaut út í loftið. Við voru bara í lífshættu nokkrar sekúndur en auðvitað var sjokkerandi að sjá skammbyssu beint að sér,“ segir Sigrún Ása Markúsdóttir, fréttamaður Sjónvarps.

Sigrún Ása Markúsdóttir

Sigrún Ása er um þessar mundir í ísrael að safna efni í sjónvarpsmynd sem verður á dagskrá Sjónvarps eftir tvær vikur. Á miðvikudag var hún á ferð frá borginni Hebron á leið í viðtal í landnemabyggðinni Kiryat Arba þegar skotið var á hana og myndatökumann frá Reuter. Skotmaðurinn fylgdi þeim eftir inn í landnemabyggðina. Um leið og bílarnir stöðvuðust fór myndatökumaðurinn frá Reuter út og hellti sér yfir skotmanninn. „Skotmaðurinn brást við með því að aka burt. Ég geri ráð fyrir því að hann hafi ekki gert sér grein fyrir hver við vorum því að þetta er yfirlýst hættusvæði. Þarna eru flestir með vopn í höndunum og það gerist nánast daglega að menn skjóti. Óbreyttum borgurum er ráðlagt að halda sig frá þessum stöðum og þeir fara ekki um svæðið nema þeir eigi sérstakt erindi,“ segir hún og bætir við að þvi miður hafi hún ekki náð atburðinum á band þar sem myndatökumaðurinn hafi setið undir stýri. Sigrún Ása kemur til landsins aftur á þriðjudag en hún er búin að vera nokkra mánuði við efnisöflun í ísrael.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -