Þriðjudagur 23. apríl, 2024
11.1 C
Reykjavik

Skotmaðurinn vistaður á stofnun – Engin yfirheyrsla enn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maðurinn sem handtekinn var í Hafnarfirði í gær grunaður um skotárás verður vistaður á viðeigandi stofnun næstu vikurnar. Það gefur til kynna að andlegt ástand mannsins sé með þeim hætti að önnur úrræði eigi betur við en hefðbundið gæsluvarðhald. RÚV greinir frá þessu.

Þetta kom fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði til hádegis í dag til að óska eftir gæsluvarðhaldi eða annarri vistun yfir manninum, sem var handtekinn um hádegisbil í gær eftir að hann gafst upp fyrir aðgerðum lögreglu.

Úskurðurinn kveður einnig á um að maðurinn skuli vera næstu fjórar vikurnar á stofnun. Hann hefur enn ekki verið yfirheyrður.

Sá sem grunaður er um árásina skaut á tvo bíla á bílastæði milli fjölbýlishúss og leikskóla við Miðvang í Hafnarfirði í gærmorgun. Þegar skotin dundu á öðrum bílnum var eigandinn, faðir ásamt sex ára gömlum syni sínum, inni í honum. Mikil mildi er að ekki fór verr.

Aðgerðir lögreglu á vettvangi voru umtalsverðar og á þriðja tug lögreglumanna á vettvangi. Setið var um íbúð mannsins og rætt við hann þar til hann gaf sig fram við lögreglu um hádegið í gær og var þá handtekinn á vettvangi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -