Laugardagur 20. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Skrifstofustarfsfólk látið gæta leikskólabarna í Kópavogi: „Mjög vafasamt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bæjarfulltrúi segir meirihluta hafa sent leiðandi könnun á foreldra.

Undanfarna mánuði hefur sú ákvörðun Kópavogsbæjar um að breyta gjaldskrá leikskóla bæjarsins verið harðlega gagnrýnd af foreldrum í bæjarfélaginu og minnihluta bæjarstjórnar. Í grófum dráttum var sú breyting gerð á gjaldskrá að þeir foreldrar sem hafa barn sitt í vistun hjá leikskólum bæjarins í sex tíma eða færri þurfa ekki að borga fyrir þá þjónustu sem veitt er og er uppgefin ástæða meirihlutans sú að það sé verið að hvetja foreldra til að eyða meiri tíma með börnum sínum. Hins vegar þurfa þeir foreldrar sem þurfa að hafa börnin sín meira en sex tíma á dag á leikskóla að borga mun hærri gjöld en þau gerðu áður. Bent hefur verið á að slíkt komi mest niður á fólki í láglaunavinnum, sem bjóða yfirleitt upp á lítinn sveigjanleika.

Í síðustu viku birti bæjarstjórn Kópavogsbæjar niðurstöðu úr könnun sem var send á foreldra leikskólabarna og eru niðurstaða hennar túlkuð á sem bestan veg fyrir bæjarstjórnina. Í fljótu bragði virðist allt í kringum þessa ákvörðun hafa heppnast vel.

Því er Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, ósammála og segir hún að spurningarnar sem sendar voru út hafa verið leiðandi.

„Við gerð spurningakannana er mikilvægt að spurningar séu ekki leiðandi, það er að segja orðaðar þannig að aðeins sé hægt að túlka niðurstöðurnar á einn veg. Það er alveg sama hvort sá sem er spurður að því hvort hann sé hættur að berja konuna sína svari játandi eða neitandi – í báðum tilfellum felur svarið í sér að hann hann hafi einhvern tímann gert það. Nýleg könnun sem foreldrar leikskólabarna í Kópavogi fengu senda var gott dæmi um leiðandi spurningakönnun. Allar spurningarnar voru jákvæðar staðhæfingar sem foreldrar áttu svo að svara hversu sammála eða ósammála þeir væru.

Til dæmis var fólk beðið um að merkja við hversu sammála eða ósammála það væri fullyrðingunni um að breytingarnar hafi leitt til aukningar gæðastunda barnsins með fjölskyldu sinni. Aðeins 26% svarenda segjast sammála en 43% ósammála. Við vitum aftur á móti ekkert um það hvort þessi 43% eigi við að gæðastundum hafi fækkað hjá þeim, eða hvort tíðni þeirra sé óbreytt. Í öllu falli er mjög vafasamt að túlka niðurstöðurnar þannig að áhrifin séu jákvæð fyrir gæðastundir,“ skrifar Sigurbjörg í aðsendri grein á Vísi.

- Auglýsing -

Í tilkynningu sem bæjaryfirvöld sendu á fjölmiðla hrósar bærinn sér fyrir að ekki hafi þurft að loka leikskólum vegna manneklu og það sé breytingunum að þakka. „Það er ekkert skrýtið, þar sem samhliða gjaldskrárbreytingunum var lögð alveg sérstök áhersla á að koma í veg fyrir það að senda þyrfti börn heim vegna lokana á innleiðingartímanum. Þannig var starfsfólk af menntasviði bæjarskrifstofanna sent til þess að hlaupa í skarðið og leysa af þegar starfsfólk vantaði til vinnu í leikskólunum,“ skrifar Sigurbjörg um það.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -