Miðvikudagur 24. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Snorri hjá Livio ræddi við blaðamann: „Þá eru þeir fósturvísar ekki geymdir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Blaðamaður Mannlífs hafði samband við Snorra Einarsson vegna frásagnar hjónanna Gunnars og Hlédísar. Snorri er framkvæmdastjóri, yfirlæknir og einn af stofnendum Livio Reykjavík. Livio Reykjavík opnaði árið 2016, en starfsemin var áður rekin á sömu kennitölu undir nafninu Art Medica. Snorri kom ekki að stofnun Art Medica heldur hóf hann þar störf löngu síðar, árið 2013.

Snorri er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir sem hefur starfað á sviði ófrjósemislækninga síðan árið 2006.

Snorri gat augljóslega ekki rætt einstök mál við blaðamann, vegna þess trúnaðar sem ríkir milli lækna og sjúklinga. Hann gat því ekki staðfest fundi eða önnur samskipti við þau Gunnar og Hlédísi. Hann féllst hins vegar á að ræða almenn mál út frá skálduðum dæmum blaðamanns.

Blaðamaður spyr Snorra hvað sé gert ef ákveðinn fjöldi fósturvísa verði til, en hluti þeirra þyki síðan í framhaldinu ekki lífvænlegir; það er ekki líklegir til þess að verða að barni. Hvort þeim fósturvísum sé þá strax fargað.

„Já. Og sjúklingurinn upplýstur um það að þeir hafi ekki verið lífvænlegir og þess vegna ekki geymdir.“

Samkvæmt Snorra er ferlið því þannig að ef til að mynda 10 fósturvísar verða til, en seinna kemur í ljós að 6 þeirra þykja ekki lífvænlegir, eru foreldrar upplýstir um það. „Þá er það sagt að fjórir hafi verið lífvænlegir og hægt að nýta, en ekki hinir.“

- Auglýsing -

Snorri útskýrir að fósturvísar skiptist í flokka eftir því hversu lífvænlegir þeir séu. „Því miður þá bara frjóvgast ekki öll egg og ekki verða öll egg sem frjóvgast að góðum fósturvísum sem geta orðið að þungun eða barni. Þá eru þeir fósturvísar ekki geymdir.“

Viðtalið við Snorra má í heild sinni lesa í nýjasta tímariti Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -