Þriðjudagur 23. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Sólveig Anna harðorð í garð Drífu Snædal: „Starfsfólk hvatt til að sækja um störf að nýju“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún mótmælir gagnrýni Drífu Snædal, forseta ASÍ, á þá ákvörðun stjórnar Eflingar að segja upp öllu starfsfólki á skrifstofu stéttarfélagsins.

Sólveig Anna segir að yfirlýsingar Drífu séu órökstuddar. Um sé að ræða lýðræðislegar ákvarðanir stjórnar Eflingar „varðandi innri skipulagsmál á skrifstofum félagsins.“

Í yfirlýsingu Sólveigar Önnu segir að sú ákvörðun stjórnar Eflingar að segja starfsfólkinu upp sé tekin á skýrum og málefnalegum grunni.

„Eru þær breytingar hugsaðar til að innleiða samræmi, jafnrétti og gagnsæi í launakjörum starfsfólks, innleiða eðlilegt bil milli hæstu og lægstu launa á skrifstofunum, og gera aðrar löngu tímabærar og nauðsynlegar breytingar á skipulagi.“

 

„Þetta er ömurlegur dagur“

Sólveig Anna vandar Drífu Snædal ekki kveðjurnar í yfirlýsingu sinni. Sú síðarnefnda hefur, ásamt öðrum verkalýðsleiðtogum, verið harðorð um þær hópuppsagnir sem boðaðar voru á skrifstofu Eflingar.

- Auglýsing -

Í samtali við fréttastofu Vísis í morgun sagði hún að ákvörðun stjórnar stéttarfélagsins hafi komið sér á óvart. Drífa sagði verkalýðishreyfinguna hafa barist fyrir því lengi að koma í veg fyrir hópuppsagnir af þessu tagi.

„Þetta er ömurlegur dagur. Þarna er verið að svipta fólki afkomuöryggi og atvinnuöryggi. Þarna er verið að draga úr og veikja þjónustu stéttarfélagsins gagnvart félagsmönnum og veikja verkalýðsbaráttuna,“ sagði Drífa meðal annars í samtali við Vísi.

 

- Auglýsing -

Segir Drífu ráðast á láglaunafólk

„Forseti Alþýðusambandsins hefur ekki haft fyrir því að leita upplýsinga eða skýringa frá formanni eða stjórn Eflingar, en hikar þó ekki við að fordæma opinberlega þeirra störf í þágu félagsfólks í Eflingu,“ segir Sólveig Anna í yfirlýsingu sinni.

„Það eru sorgleg nýmæli að forseti Alþýðusambandins ráðist á verka- og láglaunafólk í stjórn eins af aðildarfélögum ASÍ með þessum hætti.

Baráttulistinn lýsti því yfir í kosningabaráttu sinni að hann myndi gera nauðsynlegar breytingar á rekstri skrifstofu Eflingar. Við það loforð verður staðið. Í því ferli sem nú stendur yfir er lögum og vinnubrögðum sem við eiga fylgt í einu og öllu. Óhjákvæmilegt er að segja upp öllum ráðningarsamningum, en allt starfsfólk verður hvatt til að sækja um auglýst störf að nýju.“

Sólveig Anna segir að nú standi yfir „lögbundið samráð við fulltrúa starfsfólks“. Hún segir jafnframt að lögum samkvæmt fari slíkt fram í trúnaði.

„Formaður Eflingar harmar að aðilar hafi rofið trúnað, lekið gögnum í fjölmiðla og tjáð sig þar með óvarlegum hætti áður en því samráðsferli lauk,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -