Þriðjudagur 21. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Sólveig Anna segir Gabríel Benjamín líta stórt á sig: „Við finnum ekkert skjól í sölum valdsins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar var til viðtals í morgun á Rás 2. Var þar farið yfir yfirstandandi samningsviðræður Eflingar við Samtök atvinnulífsins og nýfallinn dóm félagsdóms.

Sólveig Anna var spurð út í nýfallinn dóm félagsdóms þar sem uppsögn Efnlingar á trúnaðarmanni félagsins, Gabríel Benjamin, var dæmd ólögmæt. Gabríel sagði í fréttum Rúv í gær að dómurinn væri sigur verkalýðsins og trúnaðarmenn. Sólveig Anna hafði eitt og annað að segja um dóminn. Er hún var spurð hvort dómurinn væri sigur fyrir verkalýðinn svaraði hún um hæl:

„Nei. Þessi einstaklingur lítur nú mjög stórt á sig og er nokkuð sérstakur í sinni framkomu og orðræðu. Hann hélt því líka fram einhvers staðar í gær að þetta væri til sönnunar um það að skipulagsbreytingin hafi verið ólögmæt, svo er ekki. Hún stendur og er lögmæt. Hún var rétt og hefur skilað mjög miklum árangri. Lögmaðurinn sem rak þetta mál fyrir Eflingu, hann furðar sig á þessari niðurstöðu, hún gengur þvert á dóma og framkvæmd. Það er vissulega svo að ekki má segja trúnaðarmanni upp vegna starfa hans sem trúnaðarmanns en það var svo sannarlega ekki gert í þessu tilfelli. Þarna var framkvæmd skipulagsbreyting og öllum sagt upp og jafnframt var öllum gefinn kostur á að sækja aftur um, þessi einstaklingur gerði það ekki. Af þeim fyrrum starfsfólki skrifstofu Eflingar voru öll ráðin að einum undanskildum. Jafnfram er það svo að ekki má segja upp trúnaðarmanni og láta þá annan ganga fyrir, það má ekki segja trúnaðarmanni upp og láta annan hafa hans starf, það var að sjálfsögðu ekki svo, í þessu dæmi. Aftur, öllum var sagt upp, allir voru hvattir til að sækja um aftur, hann gerði það ekki. Í þessu máli eins og mörgum öðrum er bara ríkulegur sakfellingarvilji í garð Eflingar undir minni foristu og það er bara það sem þau sem taka þátt í efnahagslegri réttlætisbaráttu fyrir hönd verka- og láglaunafólks, fyrir jaðarsettra, þurfa að sætta sig við. Við finnum ekkert skjól í sölum valdsins. Það er auðvitað leiðinlegt en svona er það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -