Föstudagur 14. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Sonur Annie Mistar kominn með nafn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Crossfit-konan merka Annie Mist Þórisdóttir eignaðist sitt annað barn fyrr á þessu ári með sambýlismanni sínum Frederik Ægidius en fyrir eiga þau Freyju Mist, sem verður fjögurra ára gömul í ár.

Ungi pilturinn fékk nafn um helgina en nafnið er Atlas Týr Ægidius Frederiks­son samkvæmt færslu sem Annie setti á Instagram.

„Atlas Týr Ægidius Frederiks­son var skírður og fékk nafnið sitt form­lega í dag. Það er hefð á Íslandi að nafn barns­ins sé haldið leyndu þar til það er skírt. Það er leið til að máta nafnið og sjá hvort það passi við barnið. Ég er svo spennt að geta loks­ins notað nafnið hans en ekki „litli gaur­inn“ með öll­um.

Dag­ur­inn var full­kom­inn, um­kringd­ur vin­um og fjöl­skyldu, og við för­um að sofa með hjartað fullt af ást og þakk­læti,“ skrifaði Annie Mist en mbl.is greindi fyrst frá.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -