Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Sprenging á bensínstöð: „Þetta er líklega gas-sprenging. Við sendum þrjá sjúkrabíla á staðinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil sprenging varð nú skömmu eftir hádegi á bensínstöðinni Olís við Álfheima og heyrðist hvellurinn víða um borgina.
,,Þetta er líklega einhverskonar gas sprenging þannig að við erum bara að loka svæðinu og reyna að tryggja vettvanginn, það eru bifreiðar þarna sem eru illa farnar. Við sendum þrjá sjúkrabíla á staðinn,‘‘ sagði varðstjóri á vakt hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Mannlíf. Aðspurður hvort fólk hafi slasast taldi hann engan vera alvarlega slasaðan.
,,Nei það virðist ekki vera, það var einn sem var kominn inn í sjúkrabíl sem virtist ekki vera mikið slasaður.‘‘ Enn er óljóst hvar sprengingin varð við bensínstöðina en sagði varðstjóri hana hugsanlega hafa verið í bifreið sem var á staðnum.
Að sögn sjónarvotta sem höfðu samband við Mannlíf sprakk afturhluti bifreiðar af við eina bensíndælu stöðvarinnar.
Fréttin verður uppfærð

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -