Föstudagur 21. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Stærðarinnar bruggstarfsemi stöðvuð af lögreglu – Ungur bóndi handtekinn með mikið magn af gambra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóladjamm fjöldi unglinga var eyðilagt í upphafi desembermánaðar árið 1990, þegar lögreglan kom upp um stærðarinnar bruggstarfssemi í Landeyjum.

Þann sjötta desember árið 1990 kom lögreglan upp um eina allra stærstu bruggverksmiðju sem fundist hafði á landinu í langan tíma. Ungur bóndi var þá handtekinn í Vestur Landeyjum en um 600 lítrar af gambra fannst í mjólkurhúsi hans og um 100 lítrar af hreinum landa. Ljóst var að brugginu var ætlað að selja til dreifingaraðila í Reykjavík sem ætluðu sér að selja unglingum það.

DV skrifaði um málið daginn eftir, þann 7. desember 1990 en hér má lesa fréttina:

Lögreglan kom upp um stórfellda bruggstarfsemi í gær:
Mikil bruggverksmiðja í mjólkurhúsi í Landeyjum

Lögreglan kom í gær upp um eina stærstu bruggverksmiðju sem fundist hefur á landinu í langan tíma. Ungur maður var handtekinn í V-Landeyjum en í mjólkurhúsi hans fundust um 600 lítrar af óeimuðu bruggi og um eitt hundrað litrar af hreínum landa. Maðurinn játaöi að hafa staðið að bruggstarfseminni og að hafa selt hundruð lítra af bruggi til dreifingaraðila á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Lögreglan lagði meðal annars hald á vörubíl sem bruggarinn hafði keypt fyrir ágóðann af bruggstarfseminni. Þrír dreifingaraðilar á höfuðborgarsvæðinu tengjast þessari umfangsmiklu bruggstarfsemi.

Forsaga málsins er að lögreglan fékk sterkan grun á þriðjudag um að bruggsala væri stunduö í Reykjavík. Fljótlega bárust böndin að dreifingaraðila í Mosfellsbæ. Fór lögreglan á staðinn á miðvikudagskvöld og handtók ungan mann. Hjá honum fundust um eitt hundrað lítrar af landa í plastbrúsum – tilbúnum til sölu. Tveir menn úr Hafnarfirði voru einnig handteknir. Þremenningarnir hafa allir játað að hafa staðið að sölu og dreifingu á hundruðum lítra af landa á höfuðborgarsvæðinu. Yngsti maðurinn er tæplega tvítugur en sá elsti er um þrítugt.

Síðdegis í gær fór lögreglan í V-Landeyjar þegar grunur beindist að höfuðpaurnum sem býr þar í sveit. í mjólkurhúsi hans fundust á annan tug plasttunna, tvö eimingartæki, hundruð kílóa af sykri og fleira tengt bruggstarfsemi. Lögregla hellti niður um 600 lítrum af óeimuðu bruggi, svokölluðum gambra, og lagði hald á um 100 lítra af tilbúnum landa sem bruggarinn sagði vera um 45 prósent að styrkleika. Fyrir utan nokkrar kýr og hænsni virtist maðurinn eingöngu hafa stundað bruggstarfsemi í stórum stíl. Hann hafði meðal annars komið upp gríðarstórum en haganlega smíðuðum skáp með stóru loki yfir fyrir allt bruggið.

Lögreglan hefur því lagt hald á um tvö hundruð lítra af óeimuðum landa á síðustu dögum en játningar liggja fyrir um sölu á hundruðum lítra til viðbótar. Ljóst er að dreifingaraðilarnir hafa stundað að bjóða unglingum áfengi til sölu. Bruggarinn í V-Landeyjum seldi dreifingaraðilunum lítrann á 750-1000 krónur, allt eftir því hve mikið magn var keypt í einu, en sölumennirnir seldu viðskiptavinum sínum landann á 1.500 krónur lítrann. Mál þetta er talið full upplýst. Það var unnið í sameiningu af rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík ásamt lögreglu í Hafnarfirði og á Hvolsvelli. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -