Miðvikudagur 17. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Manndráp í Hafnarfirði: Stakk sambýlismann sinn- Þyngsti dómur yfir kvenmanni á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kona var í Héraðsdómi Reykjaness dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði 14. febrúar 2015.

Banamein mannsins, sem var fæddur árið 1974, var stungusár. Konan var grunuð um að hafa stungið manninn einni stungu hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu, að því er segir í ákæru. Talið er að maðurinn hafi látist á milli klukkan 12 og 14 þennan dag.

Konan neitaði sök við þingfestingu málsins í maí sama ár. Við aðalmeðferðina bar hún fyrir sig minnisleysi, sagðist hafa drukkið eitthvað af áfengi morguninn örlagaríka og sagðist því ekki geta gert sér grein fyrir því sem átti sér stað í íbúðinni.

Þreif blóðið og skipti um föt áður en hún hringdi í dóttur sína

Fyrir lá í málinu að konan hefði farið, ásamt manninum, með leigubíl í Bónus í Hafnarfirði upp úr klukkan ellefu um morguninn. Hún kvaðst þó ekki muna eftir því og taldi sig hafa sofið til hádegis, eftir að hafa tilkynnt forföll í vinnu um klukkan sex. Er hún hafi vaknað hafi hún talið manninn vera sofandi. Hún hafi þá fljótlega gert sér grein fyrir að ekki væri allt með felldu og séð örlítið blóð á brjóstkassa mannsins og enni. Hún hafi þrifið blóðið og skipt um föt á manninum, áður en hún hringdi í dóttur sína og óskað eftir aðstoð hennar. Í kjölfarið hafi verið hringt á lögreglu.

Geðlæknir sem bar vitni í málinu og framkvæmdi sálfræðimat á Danutu sagði ekkert benda til þess að hún eigi við einhver geðræn vandamál að stríða, né siðblindu. Hún telji sig ekki færa um slíkan verknað, en þó telji sig ábyrga fyrir honum.

Móðir og faðir hins látna fóru hvort um sig fram á þrjár milljónir króna í miskabætur í málinu. Móðurinni voru dæmdar 1.386.000 krónur í bætur og föðurnum 1,1 milljónir króna.

- Auglýsing -

Konan á sextugsaldri

Hæstirétt­ur staðfest dóm Héraðsdóms Reykja­ness sem dæmdi konuna á sex­tugs­aldri í 16 ára fang­elsi fyr­ir að hafa banað sam­búðar­manni sín­um.

Konan var ákærð fyr­ir mann­dráp með því að hafa veist að sam­búðar­manni sín­um með hnífi með þeim af­leiðing­um að hann hlaut bana af. Talið var að þótt mik­il áfeng­isneysla kon­unn­ar kynni að hafa verið meg­in­or­sök verknaðar henn­ar, sem og at­hafna henn­ar fyrst eft­ir hann, hefði það ekki áhrif á ákvörðun refs­ing­ar fyr­ir brotið, sbr. Því var hún dæmd til að sæta fang­elsi í 16 ár og greiða for­eldr­um manns­ins skaðabæt­ur.

- Auglýsing -

Foreldrar mannsins dæmd miskabætur

Í dómi Héraðsdóms Reykja­ness, sem Hæstirétt­ur staðfesti, seg­ir m.a., að dóm­ur­inn teldi at­b­urðarrás­ina um morg­un­inn vera afar óljósa. Hins veg­ar taldi dóm­ur­inn að sá vafi sem léki á um at­b­urðarrás­ina væri hverf­andi og teld­ist því sannað svo ekki verði vé­fengt með skyn­sam­leg­um rök­um að konan hefði veist að sam­býl­is­manni sín­um með hnífi og stungið hann einni stungu í brjóstið þannig að hníf­ur­inn gekk inn í hægra lunga hans með þeim af­leiðing­um að hann hlaut bana af völd­um blæðing­ar úr lung­anu.

Hún var dæmd til að greiða 3,8 milljónir króna í málskostnað. Foreldrar mannsins fóru fram á þrjár milljónir króna hvor í miskabætur. Móður mannsins voru dæmdar tæpar 1,4 milljónir króna í miskabætur og föður hans 1,1 milljón.

 

Heimildir:

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir. 10. júlí. 2015. 16 ára fangelsi fyrir manndráp. RÚV.

Innlent. 3.desember. 2015. 16 ára dómur fyrir manndráp. MBL.

Sunna Karen Sigurþórsdóttir. 10. júlí 2015. Manndráp í Hafnarfirði: Dæmd í 16 ára fangelsi. Vísir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -