Föstudagur 14. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Stal 1,3 milljónum króna af skjólstæðingum velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er ákveðinn léttir að málinu sé lokið, en þetta er fyrst og síðast sorglegt,” sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, í viðtali við Fréttablaðið í dag. Fyrrverandi starfsmaður velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar var dæmdur fyrir fjárdrátt og peningaþvott í opinberu starfi.

 

Brotin áttu sér stað milli 2015-2018. „Þetta er mannlegur harmleikur á alla kanta,“ bætti Guðmundur við. Fyrrverandi starfsmaðurinn, kona á fimmtugsaldri, var dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hún stal 1,3 milljónum króna af ellefu skjólstæðingum velferðarsviðs. Það tók hana 211 millifærslur eða úttektir á debetkorti til að ná upphæðinni. Hæsta einstaka upphæðin var 80 þúsund krónur. Þá notaði hún peningana til að greiða eigin reikninga.

„Við erum ánægð með viðbrögðin hér innanhúss,” var haft eftir Guðmundi. „Svo líka að það hafi tekist fljótt að gera upp við skjólstæðingana þó svo að dómsmálið hafi tekið sinn eðlilega tíma.“ Ísafjarðarbær greiddi skjólstæðingunum til baka en konunni var gert að greiða bænum 1,5 milljónir í skaðabætur með vöxtum og málsvarnarlaunum.

Konan sagði málið hafa haft alvarlega persónulegar afleiðingar fyrir sig og hún sæi eftir brotunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -