Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Steinunn Ólína gerir stólpagrín að Halldóri: „Að drepast úr græðgi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er ljóst að ef verk­föll­in halda áfram mun ís­lenskt sam­fé­lag lam­ast. Þegar öll eldsneyt­is­dreif­ing er stöðvuð skap­ast mjög slæmt ástand, mjög hratt,“ sagði Halldór Benjamín, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, í Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un.

Steinunn Ólína leikkona gefur ekkki mikið fyrir orð hans og gerir stólpagrín af honum á Facebook. „Íslenskt samfélag lamast fyrr úr hlátri Halldór Benjamín! Grunnþjónusta verður alltaf tryggð eins og í öllum verkföllum. Það er ekkert óttast,“ skrifar Steinunn og heldur áfram:

„Íslenskur ferðaþjónustuiðnaður sem HB hefur augljóslega mestar áhyggjur af mun áfram og óháð verkföllum, hafa það orð á sér að þjónustu sé ábótavant, að verðlag sé í engu samhengi við gæði, og hver er ástæðan? Ástæðan er sú að þeir launagreiðendur sem stríða nú við launþega sína eru að drepast úr græðgi og fúski sem er allt hér að lama!“

Að lokum segir Steinunn: „Ég krefst þess að HB hljóti nafnbótina Hræðslumálaráðherra, okkur munar ekkert um einn gagnslausa ráðherrann til!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -