Þriðjudagur 7. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Stuðningur við Grindvíkinga stórlega aukinn: „Þörf­in enn þá meiri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríkið mun auka stuðning við Grindvíkinga vegna náttúruhamfara undanfarna mánuða en gildir það við afkomustuðning og húsnæðisstuðning en bærinn var upphaflega rýmdur 10. nóvember á síðasta ári en einhverjir íbúar höfðu þó snúið til baka og sofið í bænum.

„Við erum búin að ákveða að setja stór­auk­inn kraft í það að tryggja hús­næði sem hef­ur verið óviðun­andi þrátt fyr­ir þessi upp­kaup þar sem við keypt­um 80 – þá er þörf­in enn þá meiri,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra við mbl.is eftir ríkisstjórnarfund í morgun.

„Mögu­lega eru líka at­b­urðir helgar­inn­ar að valda því að þau sem hafa verið sátt við að vera í skamm­tíma­hús­næði sjá núna fram á að þau þurfa hús­næði til lengri tíma. Við vor­um að fara yfir það fram­boð sem er í boði og hvað við get­um ráðist í út frá því,“ en ljóst er að Grindavíkurbær er ekki hæfur til búsetu á næstunni. Þó þurfi að meta tjón á eignum en Náttúruhamfaratryggingar Íslands sjá um slíkt.

„Nú þarf að fara aft­ur af stað í þeim efn­um, hvað varðar tjón í bæn­um. Það er al­veg ljóst að Grind­vík­ing­ar kalla mjög eft­ir því að þeirri vinnu verði lokið. Við sáum fram á að við væru mjög langt kom­in en við þurf­um að end­ur­meta þá stöðu.“

Katrín heldur þó í vonina að hægt verði að búa í bænum.

„Okk­ar áætlan­ir miðast við það að halda áfram aðgerðum til að verja byggð í Grinda­vík og halda áfram bygg­ingu varn­argarða sem við erum byrjuð á og hafa þegar sýnt gildi sitt þó að ekki verði við allt ráðið eins og sjá má á þeirri sprungu sem kom upp inn­an varn­argarða. Þá sjá­um við líka hversu miklu þeir geta skipt. Þannig að okk­ar aðgerðir miðast við það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -