Laugardagur 2. nóvember, 2024
3.3 C
Reykjavik

Grindavík rýmd vegna mögulegs kvikuhlaups: „Órói fór að rísa líka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búið er að fyrirskipa rýmingu bæði í Grindavík og í Bláa lóninu vegna mögulegs kvikuhlaups við Sundhnjúksgíga.

Almannvarnir ríkislögreglustjóra fyrirskipuðu rýmingu í Grindavík og á nærliggjandi svæðum, þar á meðal Bláa lóninu fyrir um klukkustund. Í frétt RÚV um málið segir upplýsingafulltrúi Almannavarna, Hjördís Guðmundsdóttir, að næstu skref séu að fylgjast með hver atburðarásin verður. Samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð hefur verið virkjuð.

Samkvæmt náttúruvársérfræðingi á Veðurstofunni, Lovísu Mjöll Guðmundsdóttur, hefur skjálftavirkni aukist upp úr klukkan hálf 11 í morgun, aðallega austur af Sýlingarfelli.

„Órói fór að rísa líka og það bendir til þess að það sé kvikuhlaup í gangi,“ segir hún í samtali við RÚV. Þó hefur gerst nokkrum sinnum að orðið hafi lítið kvikuhlaup án goss. „Það er spurning hvort það sé nægur þrýstingur fyrir kvikuna til að troða sér í gegn eða ekki.“

Samkvæmt RÚV eru skjálftarnir enn á þriggja til fimm kílómetra dýpi. „Kvikan er að reyna að troða sér, það er aðeins farið að hægja á skjálftavirkninnni en þetta getur breyst mjög hratt.“

Búið er að rýma Bláa lónið en um 700 til 800 gestir voru í lóninu þegar rýming hófst. Rauði krossinn biður Grindvíkinga að hafa samband í síma 1717 svo það sé hægt að skrá fólk. Þá er hægt að koma við á aðalskrifstofu Rauða krossins í Efstaleiti 9 og skrá sig í móttökunni, henti það fólki betur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -