Mánudagur 17. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Tæplega helmingur lækna stefna í kulnun: „Ég á sjálf næst laus­an tíma í júlí“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við gerðum ný­lega könn­un meðal lækna sem starfa hjá heilsu­gæsl­unni á landsvísu, bæði sér­fræðinga og sér­náms­lækna. Niður­stöðurn­ar sýndu að hátt í 40% upp­lifa mjög oft kuln­un­ar­ein­kenni og 25% hafa íhugað al­var­lega að fara í veik­inda­leyfi,“ sagði Margrét Ólafía Tómasdóttir í samtali við Morgunblaðið. Margrét er formaður Félags íslenskra heimilislækna og segir hún álagið farið að koma niður á læknum og öðru starfsfólki.

Óttast hún að fólk láti af störfum sökum álags. Mikil þörf er á endurnýjun í stétt heimilislækna en ekki er langt síðan stór hópur lækna hætti sökum aldurs. Ástandið sé mikið áhyggjuefni. „Ég á sjálf næst laus­an tíma í júlí“.

Læknar sem sinna dagvakt á heilsugæslunni taka einnig kvöldvaktir á Læknavaktinni.
„Því meira álag sem er á dag­inn, þeim mun færri fást á kvöld­vakt­irn­ar og því er oft tæp mönn­un á Lækna­vakt­inni,“ segir Margrét að lokum en viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -