Mánudagur 22. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Afbrotafræðingur segir árásina vera skipulagða: „Það geta aðrir gestir einnig orðið fyrir skaða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil aukning er í líkamsárásum hér á landi þar sem hnífar eða önnur vopn eru notuð. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands segir árásina á Bankastræti Club marka þáttaskil þegar kemur að ofbeldi á opinberum vettvangi. Helgi ræddi við RÚV um málið.

Eins og margir kannast við réðust úmlega tuttugu menn með grímur inn í herbergi á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Þrír menn urðu fyrir árásinni og voru fluttir á sjúkrahús. Þeir eru ekki í lífshættu. Talið er að árásin hafi verið skipulögð en sambærilegt ofbeldi hefur ekki sést oft hér á landi,

„Yfirleitt eru þetta fáir einstaklingar sem koma við sögu í einstökum málum en í þessu tilfelli má segja að þarna hafi verið gerð aðför að einstaklingum á opinberum vettvangi, við erum að sjá tugi einstaklinga ráðast þarna inn með grímur þannig að það má segja að þetta sé skipulögð aðför sem að einhverju leyti ber keim af gengjastríðum sem við höfum að sjá á Norðurlöndunum en við höfum tiltölulega lítið séð hér hjá okkur á Íslandi þar sem menn beinlínis vígbúast, ráðast á einhverja sem þeim mislíkar við eða eru í einhvers konar uppgjöri eða hefnd gagnvart og auðvitað erum við felmtri slegin að upplifa svoleiðis í miðborg Reykjavíkur á venjulegum skemmtistað þar sem eru margir saklausir í kring og geta þess vegna alveg orðið þarna á milli þannig að þetta er ekki bara milli þessara aðila sem þarna koma við sögu, það geta aðrir gestir einnig orðið fyrir skaða af þessu fyrir utan það að upplifa þetta þarna fyrir framan sig,“ sagði Helgi í samtali við RÚV.

Helgi segir þetta bundið við ákveðna hópa en segir áhyggjuefni að þessum tiltekna hópi þyki eðlilegt að ganga með og beita vopnum á almannafæri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -