Föstudagur 6. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Hemmi Gunn varð oft fyrir barðinu á kjaftasögum: „Feginn að komast í vinnuna eftir veikindin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hermann Gunnarsson var þjóðargersemi okkar Íslendinga. Alltaf kallaður Hemmi Gunn. Hann heillaði fólk með útgeislun sinni á marga vegu; í íþróttunum, sjónvarps- og útvarpsþáttunum og á sviðinu að skemmta, og á margan annan hátt – enda var maðurinn án hliðstæðu.

Ævisaga Hemma Gunn kom út árið 2013, stuttu eftir að Hemmi lést, þetta sama ár.

 

Margt brallaði Hemmi í gegnum tíðina og ævintýri hans voru mörg og mikil, sem og afrekin.

Í einum kafla bókarinnar: Hemmi Gunn – Sonur þjóðar, eftir blaðamanninn Orra Pál Ormarsson, segir frá því að Hemmi varð illa veikur af því sem hann hélt vera flensu.

- Auglýsing -

Kaflinn ber yfirskriftina: Sagður dauðvona.

„Síðla árs 1984 nældi ég mér í flensu, að ég hélt. Lét það þó ekki aftra mér frá því að mæta í vinnu og láta vinnufélagana vorkenna mér og dástað því hversu duglegur og harðu af mér ég væri. Það kunni ég.“ (Bls. 153)

Á þessum tíma starfaði Hemmi á RÚV sem íþróttafréttamaður. Honum gekk illa að losna við það sem hann hélt að væri venjuleg flensa:

- Auglýsing -
Þættirnir Á tali hjá Hemma Gunn voru einir þeir vinsælustu í sögu Íslands.

„Ekkert gekk að fá mig góðan af flensunni og eftir um tvær vikur fór ég að fá óbærilegan höfuðverk og bullandi hitatoppa, kannski svona hálftíma í senn. Það var ekki eðlilegt og fólk ráðlagði mér að leita læknis. Ég gerði það og var settur í allskonar rannsóknir án þess að neitt kæmi út úr þeim til að byrja með.“ (Bls. 153)

Í framhaldinu var Hemma vísað til „Sigurðar B. Þorsteinssonar lyflæknis sem setti mig í blóðprufu.“ (Bls. 153)

Og ekki var þetta flensa sem hrjáði Hemma, ónei. Hann mætti aftur til Sigurðar lyflæknis, sem var áhyggjufullur:

„Ég kom aftur til hans og niðurstaðan úr þeim rannsóknum var sú að ég væri alvarlega veikur og yrði að leggjast strax inn á spítala. Það þótti mér ómögulegt, hver ætti þá að segja þjóðinni íþróttafréttir?“ (Bls. 153)

Sem betur fer var það sem hrjáði Hemma ekki mjög alvarlegt, en slæmt þó. Hann var greindur með kattabakteríu, eða eins og segir í bókinni:

Um er að ræða sjaldgæfa sýkingu sem örfáir Íslendingar höfðu fengið á undan mér. Send voru sýni til Danmerkur og Bandaríkjanna til að fá þetta staðfest. Á meðan lá ég í einangrun á Landspítalanum án þess að finna í raun og veru fyrir neinu. Erfiðast var að bíða.“ (Bls. 153-154)

Hemmi og Elsa Lund voru ógleymanleg saman í þáttum Hemma, Á tali með Hemma Gunn.

Hafði Hemmi nælt sér í kattabakteríuna af ketti er hann passaði fyrir nágranna sína. Varð hann feginn að það var kattabakterían sem hrjáði hann en ekki eitthvað alvarlegra, sem hann hafði grunað.

Vissulega getur það verið stórhættulegt, og jafnvel lífshættulegt, að fá kattabakteríu, en í tilfelli Hemma greindist sjúkdómurinn snemma og fékk hann viðeigandi meðferð og jafnaði sig fljótt.

En það spurðist út að Hemmi væri veikur á þessum tíma og fór af stað kjaftasaga um að hann væri dauðvona vegna krabbameins. Var það ekki í fyrsta né síðasta sinn er Hemmi þurfti að glíma við kjaftasögur um sjálfan sig, enda maðurinn afar vinsæll og farsæll í litlu og lokuðu samfélagi. Hemmi hélt þó bara sínu striki og var ekkert að láta þetta angra sig til lengri tíma.

„Ég varð feginn að komast aftur í vinnuna eftir veikindin, fá rútínu aftur í líf mitt.“ (Bls. 154)

Heimild: Hemmi Gunn – Sonur þjóðar. Orri Páll Ormarsson. Sena 2013.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -