Föstudagur 3. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Þjálfari Hattar ósáttur við leikjabannið: „Mér finnst þrír leikir of mikið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjálfari körfuknattleiksliðs Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson finnst þriggja leikja bann sem David Guadia Ramos, leikmaður liðsins, var úrskurðaður í, of mikið.

David Guardia Ramos, leikmaður körfuknattleiksliðs Hattar, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir að hafa sparkað í leikmann Vals í leik liðanna í úrslitakeppni Íslandsmóts karla síðasta fimmtudagskvöld. Frank Booker, sló til Davids í baráttu um frákast um miðjan annan leikhluta. Við það féll David í gólfið en eftir að hann lenti í gólfinu sparkaði hann í pung Franks. Frank fékk á sig villu vegna höggsins sem hann gaf David en David var vísað úr húsi undir eins.

Þriggja leikja bannið þýðir að David missir af fjórða leik Hattar og Vals sem fram fer í íþróttahúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Höttur þarf á sigri að halda til að knýja fram oddaleik, sem yrði spilaður í Valsheimilinu á fimmtudagskvöldl.

Mannlíf heyrði í Viðari Erni Hafsteinssyni, þjálfara Hattar og spurði hann hvað honum fyndist um úrskurðinn. „Mér finnst þrír leikir of mikið. Vonaðist eftir einum leik en bjóst við tveimur.“ svaraði Viðar Örn.

Aðspurður um það hvort honum fyndist að Booker hefði átt að fá meiri refsingu fyrir sinn þátt í rimmunni svaraði Viðar Örn: „Það hefði mátt taka á því í leiknum“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -