Sunnudagur 19. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Þór Saari um húsnæðismál: „Brask með grunnþörf eins og húsnæði er algerlega siðlaust“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þór Saari segir húsnæðisbrask á Íslandi vera siðlaust.

Í færslu sem Þór Saari, fyrrum þingmaður birti í Facebook-hóp Sósíalistaflokks Íslands vitnar hann í grein Guðmundar Hrafns Arngrímssonar inni á Samstöðu, umræðu- og fréttavettvang. Greinin fjallar um sektir sem yfirvöld í Hollandi leggja á fólk sem braskar með húsnæði.

Þór segir brask með húsnæði vera „algjörlega siðlaust“. Færsluna má lesa hér fyrir neðan.

„Hvað Ísland athugi. Brask með grunnþörf eins og húsnæði er algerlega siðlaust og þarf einfaldlega að stöðva. Tökum Holland til fyrirmyndar.

„Yfirvöld í Hollandi segja að fasteignamarkaðurinn sé fyrir fólk sem er að leita sér að heimili, en ekki fyrir braskara sem vilja hagnast á leigumarkaðnum. Fjölmörg sveitarfélög í Hollandi hafa tekið upp á því að sekta braskara fyrir að kaupa húsnæði gagngert til útleigu.
Kemur það í kjölfarið á lögum sem Hollenska þingið samþykkti og tóku gildi þ. 1. janúar 2022. Markmið yfirvalda með lögunum er að vernda fjölskyldur á húsnæðismarkaði og koma í veg fyrir okur á leigumarkaði. Lögin gera sveitarfélögum kleift á að stemma stigu við ásælni braskara á húsnæðismarkaðnum og tryggja að nýbyggingar endi ekki í höndunum á þeim með því að banna spákaupmennsku. . . . Í Amsterdam höfuðborg Hollands má til dæmis ekki leigja út íbúð fyrr en eigandi hefur búið í henni sjálfur í að minnsta kosti fjögur ár.“ “

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -