Laugardagur 15. júní, 2024
14.8 C
Reykjavik

Þóra missti allt í bruna í Bandaríkjunum: „Eins og einhver ýtti í hann og hann vaknar aftur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eiginmaður Þóru Bjarkar Hobson, sem áður bar föðurnafnið Guðmundsdóttir, var heppinn að sleppa lifandi er eldur varð heimili þeirra að bráð í Rhode Island-fylki á dögunum. Fjölskyldan missti allt í brunanum.

Þóra og fjölskyldan
Ljósmynd: Aðsend

Þóra Björk er uppalin í Keflavík en hefur búið í Bandaríkjunum í á átjánda ár en hún er gift Christopher Hobson, sem starfar sem fangavörður í fangelsi í Massachusetts en hún er lærður hársnyrtir en stjórnar vöruhúsi í Massachusetts. Þau eiga saman dæturnar Cylie, 13 ára og Kristínu, 11 ára. Fjölskyldan býr í Cumberland á Rhode Island. Hjónin keyptu hús sitt í nóvember 2017 og hafa þau búið þar síðan.

Bruninn

Föstudaginn 14. apríl fór yngri dóttir Þóru á ströndina með vinkonu sinni og fjölskyldu hennar en Þóra og eldri dóttir hennar fóru í verslunarmiðstöðina „að stússast“ eins og Þóra orðaði það í samtali við Mannlíf. Þegar mæðgurnar voru búnar að vera í verslunarmiðstöðinni í um einn og hálfan tíma fékk Þóra hringingu frá Chris sem segir henni að það sé kviknað í húsinu, að aftan og brunar hún því af stað heim á leið. „En þegar ég kem inn í hverfið þá var búið að loka öllu inni þar en ég hljóp niður götuna og sé að húsið var orðið brennt að framan líka. Ég hneig niður en þá ég sá alla nágranna mína, allir voru komnir út og allir að reyna að hjálpa mér með því að gefa mér vatn og klaka því það var um 35 stiga hiti og mjög erfitt að sitja í þessum hita,“ sagði Þóra í samtali við Mannlíf.

Framhlið hússins.
Ljósmynd: Aðsend
Afturhlið hússins.
Ljósmynd: Aðsend

Að sögn Þóru tók um 35 til 45 mínútur að slökkva eldinn en þá var nánast allt farið. „Ég missti móður mína fyrir ellefu árum síðan og var með lítið mömmu horn með giftingar hringnum hennar, gleraugun hennar, ökuskírteini hennar og annað en það eina sem ég gat bjargað var hringurinn. Herbergi eldri dóttur minnar og herbergið mitt og Chris var algjörlega farið. Herbergi yngri dóttur minnar var framar í húsinu en hún gat náð einhverju af klappstýru dótinu sínu en að mestu leiti er allt farið þar. Chris var með ghostbusters safn sem hann var búinn að safna í síðan hann var lítill en það er allt farið.“

Fjölskyldan missti allt.
Ljósmynd: Aðsend
Chris var heppinn að komast lífs af.
Ljósmynd: Aðsend

Eins og einhver ýtti við Chris

- Auglýsing -

En af hverju kviknaði í?

„Þetta byrjaðu allt undir sólhúsinu okkar. Þar vorum við með timbur fyrir varðeld og vorum búin að safna smátt og smátt fyrir sumarið. En við vorum með sög undir þarna í boxi en fólk notar þær til að starta vardelda á sumrin. Við vissum ekki að þegar það er heitt þá byrjar hún að túttna út og getur startað eldi. En það byrjar þar og fer svo upp sólhúsið, þar erum við gaskút til að hita upp á veturnar. Sem betur fer var hann tómur því að var búið að vera svo heit og við ekki þurft að fylla á hann.“ Á þessu augnabliki var Chris sofandi í húsinu, eftir næturvakt. „Hann byrjar að heyra eins og það væri verið að henda litlu grjóti í gluggann hjá honum en hann pældi ekki mikið í því og fór aftur að sofa. En það var eins og einhver ýtti í hann og hann vaknar aftur og lítur út um gluggann og sér allt svart. Hann byrjar að hlaupa út úr herberginu en þá springur allt og glugginn springur inn. Hann hleypur upp og grípur báða hundana okkar, Luna og Cloud. Hann heldur á þeim út en hleypur aftur inn til að ná í föt en 30 sekúndum eftir að hann grípur fötin, kemur önnur sprenging og allt verður alelda.“

Chris komst út en Þóra segir að ekki að það hafi ekki tekið meira en fimm mínútur fyrir slökkviliðið að mæta á vettvang en alls komu slökkvilið frá sex bæjarfélögum.

- Auglýsing -

Þakklæti

„Við erum mjög þakklát öllum í hverfinu, slökkviliðinu, lögreglunni og sjúkraliðum, að allir eru heilir á húfi. Húsið við hliðina á okkur skemmdist smá en það bráðnaði utan af húsinu og bílskúrinn brann líka hjá þeim en allt inni er í lagi hjá þeim. Og tryggingarnar okkar sjá alveg um það.“

Sem betur fer eru hjónin vel tryggð en í augnablikinu gistir fjölskyldan á hóteli í boði trygginganna en nú þarf að rífa restina af húsi þeirra og byggja það aftur. Þau eru að leita sér að leiguhúsnæði til að búa í þangað til þau fá nýtt hús og borga tryggingarnar það einnig.

En hvernig líður fjölskyldunni?

„Við erum ennþá í smá sjokki en erum bara þakklát að Chris komst úr. Stelpurnar eru búnar að vera rosalega sterkar og ég er ótrúlega stolt af þeim. Chris var í hernum og var í Írak og Afganistan þannig að hann er ennþá svolítið þar eftir að hann heyrði allar sprengingarnar. En ég ætla að fara með hann á spítala og láta athuga hvort hann þjáist af áfallastreituröskun.“

Þrátt fyrir að vera vel tryggð má búast við óvæntum kostnaði við að komast aftur á fætur og því hafa vinir þeirra sett upp styrktarsíðu handa þeim. Styrkja má fjölskylduna hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -